Fínni stöðu?

Að fá á sig mark heima og vera aðeins einu marki yfir fyrir útivallarleik hefur hingað til ekki þótt vera góð staða.
Norskir fjölmiðlar telja það a.m.k. ekki:

http://www.aftenposten.no/100Sport/fotball/championsleague/Skummelt-utgangspunkt-for-Rosenborg-790069_1.snd

 

Þá átti Hólmar Örn alla sök á marki gestanna.
Einnig vakti athygli að Matthías Vilhjálmsson fékk aðeins rúmar 10 mín. í leiknum eftir að hafa skorað tvö mörk í síðasta deildarleik, átt tvær stoðsendingar að auki og verið valinn maður leiksins í 6-0 stórsigri gegn einu af efstu liðum norsku úrvalsdeildarinnar, Haugasundi.


mbl.is Rosenborg í fínni stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barðaströnd?

Ég er nú ekki viss um að íbúar í Þorskafirði, ef hann er ekki kominn í eyði, séu sammála við að fjörðurinn þeirra sé sagður á Barðaströnd. Austur-Barðastrandasýsla er í raun ekki á Barðaströnd og reyndar ekki heldur nema hluti af Vestur-Barðastrandarsýslu.

Líklega er réttast að tala um svæðið frá Brjánslæk og vestur (norður?) fyrir Látrabjarg sem Barðaströnd en alls ekki firðinga fyrir austan Bjárnslæk - og svo auðvitað ekki Patreksfjörð og þar fyrir norðan.


mbl.is Áhöfn Drafnar vinnur að því að losa skipið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnir Framsókn að því að þurrkast út á þingi?

Þetta útspil Sigmundar Davíðs og núna Gunnars Braga er einhver heimskulegasta sjálfsmorðstilraun forystumanna stjórnmálaflokks sem ég hef vitað um. En hún gæti heppnast ef fleiri framámenn í Framsókn stökkva á þennan vagn. 
Svo virðist sem Sigurður Ingi og Eygló séu eina fólkið með viti í þessari framvarðarsveit því nær öruggt er að samstarfsflokkurinn ætlar í kosningar í haust - og forsætisráðherrann hefur gefið það út að svo verði.

Hættan fyrir Framsókn er einfaldlega sú að Sjálfstæðisflokkurinn slíti stjórnarsamstarfinu ef þessi farsi heldur áfram.
Það þarf nefnilega enga stjórnarandstöðu í því sambandi.


mbl.is Kosningar í haust háðar skilyrðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skíra múslimar?

Reyndar er þessi spurning heimskuleg því ekki einu sinni "kristin" yfirvöld skíra brýr eða aðra dauða hluti. Aðeins presta skíra og þá fólk, og til kristinnar trúar, aðrir nefna/gefa nafn.

Mætti maður biðja um betri prófarkalestur á blaði allra landsmanna fyrst ekki er lengur hægt að ætlast til þess að blaðamenn kunni íslensku almennilega? 

Og það á reyndar við um mun fleira háskólamenntað fólk í dag. Það virðist ekki geta komið frá sér óbrenglaðri setningu á prenti ...


mbl.is Verður skírð 15. júlí-píslarvottabrúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhver smá misskilningur hjá Trump!

Það er gott að heyra að Kanninn ætli að draga úr hernaðarbrölti sínum í heiminum ef Trump kemst til valda. Það er einmitt það sem hernaðarsinnar allra landa óttast og hæðast því að Trump og hneykslast á honum eins og þeir mögulega geta - ekki síst hinir kratísku ESB-sinnar hér á landi - en hampa í staðinn hauknum Hillary hvað mest þeir mega.

En Trump virðist ekki vera vel að sér í utanríkispólitík síns eigin lands og/eða lætur blekkjast af lygavefnum heima fyrir, sbr. "Auk þess sagðist hann ekki myndu þrýsta á banda­menn Banda­ríkj­anna um að hætta að ofsækja póli­tíska and­stæðinga eða brjóta mann­rétt­indi."

Hvenær hafa Bandaríkjamenn reynt að fá bandamenn sína til að hætta að brjóta mannréttindi eða ofsækja pólitíska andstæðinga? Ekki í Egyptalandi, ekki í Írak í dag, ekki í Líbýu í dag, ekki í Saudí-Arabíu og löndunum þar í kring og núna síðast, ekki í Tyrklandi.

Það er bara í löndum "ekki"-bandamanna Kanans sem hann skiftir sér af mannréttindamálum, svo sem í Sýrlandi og áður í Írak og Libýu.

Já, hræsni Kanans eru engin takmörk sett, ekki einu sinni hjá Trump!


mbl.is Vill gjörbreyta utanríkisstefnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálmar og hótelin!

"auk einhverra hótela" segir Hjálmar Sveinsson og boðar enn meira niðurrif gamalla húsa við Hverfisgötuna. Eins og það sé ekki nóg komið af hótelum í miðborginni, og meira en nóg af niðurrifi hinnar láreistu byggðar þar, sem hefur sett svip sinn á miðbæinn og gefið honum þann sjarma sem hann hefur haft til skamms tíma.

Hamskipti Hjálmars er reyndar með ólíkindum. Sem ötull talsmaður mikilvægi þess að varðveita gömul hús og viðhalda þannig hinum gamla brag miðbæjarins, og kosinn í borgarstjórn og gerður að formanni umhverfisráðs fyrir vikið, hefur hann gjörsamlega snúið við blaðinu og er nú ákafasti stuðningsaðili byggingarverktakanna og niðurrifsaflanna í borginni. 

Og enn skal haldið áfram með "þéttingu" byggðar þó svo að reyndin sé sú að sú þétting felst fyrst og fremst í fjölgun hótela í miðbænum.
Og var Hjálmar ekki að tala um að borgin væri markvisst að vísa hótelbyggingum út úr miðbænum og í hverfin þar í nágrenninu? Orð eru eitt, verkin annað.
Að auki má búast við hálfgerðri drauga-hótelabyggð þegar þetta byggingarfár er afstaðið og ferðamannastraumurinn farinn að ná jafnvægi.

Ætli muni ekki enn herðast í sultaról borgarinnar þá, meðan nágrannabyggðalögin er að byggja íbúðir á fullu í úthverfum bæjanna, fyrir barnafólk, hús sem munu nýtast til síns brúks alla tíð? 


mbl.is Ljúki fyrir Menningarnótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoraði Hólmar ekki með skalla?

"For en keepertabbe! Eyjolfsson møter et innlegg fra Mike Jensen. Midtstopperen header fra 16 meter og keeper Andreas Vaikla tror ballen kommer til å gå utenfor. Men det gjør den ikke. Ballen treffer stanga og går inn. Norrköpings målvakt står igjen slukøret."

https://vglive.no/event/61191

 


mbl.is Hólmar reimaði á sig skotskóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað eru nú veðurfréttamenn ósamstíga!

Að vedur.is má lesa þessa spá um komandi helgi: 
Á laugardag og sunnudag: Útlit fyrir vestlæga átt og rigningu um allt land, einkum V-til. Kólnar í veðri.


mbl.is Hiti gæti náð 18 stigum í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

6-0 og svo þetta!

Ekki er þetta nú góð meðmæli með íslenskum fótbolta, né Val. Fyrst stórtap gegn Bröndby (6-0) og svo keyptir tveir nýir leikmenn, Danir, sem leika eða léku í dönsku b-deildinni.

Ef peningarnir sem fengust á EM fara í hluti sem þessa þá bíð ég ekki í íslenskan fótbolta.


mbl.is Tveir Danir til Valsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitamet í maí?

Enn er Sveinn Rúnar að fabúlera varðandi hitastigið í maí. Það var ekkert sérstakt, hvorki í Reykjavík né á Akureyri eins og sjá má á yfirliti mánaðarins á vedur.is.

Hitinn í höfuðborginni var +0,2 stigum yfir meðallagi síðustu 10 ára og 0,5 stigum yfir á Akureyri. Það var nú allt og sumt.

Hann segir að hitastigið í maí skipti öllu máli sem er alls ekki rétt. Í maí í hitteðfyrra (2014) var meðalhiti í Reykjavík 8,1 stig (miðað við 6,6 stig í ár) en berjaspretta brást algjörlega. Ástæðan var rigningarsumar og sólarleysi.

Svo getur auðvitað farið enn ef hann leggst í rigningar. Auk þess hefur verið sólarlítið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu og ætti það að geta átt við allt sunnan- og vestanvert landið.

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 145,9. Það er 93 stundum undir meðallagi síðustu tíu ára. Svo fáar sólskinsstundir hafa ekki mælst í maí í Reykjavík síðan 2008. 

Í júní í ár voru sólskinsstundir í höfuðborginni 66 stundum undir meðaltali síðustu 10 ára. 

Veit ekki á gott með sprettu hér syðra en hver veit?


mbl.is Góð spretta í víðfrægum berjalöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Júlí 2016
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband