Að sleikja upp landsliðsþjálfarann!

Það er alveg ljóst eftir viðtal við Frey landsliðsþjálfara í fréttum í gær að hann hafi sett Dagnýju og Hallberu stólinn fyrir dyrnar. Einnig hefur það komið fram í viðtali við hann á 433.is.

Í sjónvarpinu viðurkenndi hann að ef þær færu til Kína myndi það setja strik í reikninginn hvað varðaði landsliðið. Hann bar þar ekki við að deildin í Kína væri svona léleg heldur að það tæki svo langan tíma fyrir þær koma til móts við landsliðið.

Því er ljóst að allt það, sem Sigurður Ragnar sagði um þetta mál, var satt og rétt en viðbrögð Freys aðeins aumt yfirklór.

Og fjölmiðlarnir kóa með landsliðsþjálfaranum núverandi.


mbl.is Þær vita alveg hvað þær vilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er lögreglan?

Bærinn er fullur af fólki allar helgar, í alls konar ástandi, en lögreglan sést aldrei.
Hún ber örugglega manneklu við en það er samt dálítið skrítið.
Alla vega þegar fréttir bárust af því þegar grænlenski togarinn kom til hafnar um daginn. Þá voru 16 lögreglubílar á hafnarbakkanum til að taka á móti honum (eða voru þeir 26?).
Þá vantaði ekki mannskapinn.

Lögreglan verður að fara að fara að breyta vinnubrögðunum. Lög eru einfaldlega brotin (tómur bókstafur) ef ekkert eftirlit er til staðar.

 


mbl.is „Ég hef sjaldan upplifað verri daga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frekar loðin yfirlýsing!

Freyr: "Hlut­verk landsliðsþjálf­ara er að und­ir­búa sitt lið og stýra því í verk­efn­um með það fyr­ir aug­um að ná sem best­um knatt­spyrnu­leg­um ár­angri. Með það í huga vel ég alltaf það sem ég tel besta liðið hverju sinni."

Það sem hann bætir svo við skiptir í raun engu því þetta er aðalatriðið. Hans (geðþótta)mat gildir alltaf við val á liðinu, sama hvernig leikmennirnir eru að spila og hvar.

Svo þarf Freyr auðvitað að svara fyrir það hvort hann hafi sagt við umrædda leikmenn að val þeirra á landi (og félagsliði) kunni að hafa áhrif á það hvort þær væru valdar í landsliðið eða ekki. 
Yfirlýsingar þeirra benda til þess að hann hafi gert það.

Svona almennt orðuð (og frasaleg) yfirlýsing breytir engu um það.


mbl.is Skiptir ekki máli hvar leikmenn spila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulegt svar

Svar dómsmálaráðherra er með ólíkindum. Íslenskum stjórnvöldum kæmi þetta ekkert við (en samt gengu þau í skítverkið fyrir Kanann) en myndu kannski skoða málið ef tilfellin væru fleiri!
Einhver annar ráðherra hefði nú farið fram á skýringar á þessari framkomu, eða jafnvel vitað hvaða reglur gilda í málum sem þessum.
Mér amatörnum skilst t.d. að vélin hefði ekki fengið að lenda í USA ef maðurinn hefði verið áfram um borð! 
Hvernig stendur á því að ráðherrann viti ekki um svona lagað, eða annað sem gildir í svipuðum aðstæðum - og af hverju kynnti hún sér þetta ekki strax eftir að málið komst í fjölmiðla?

Vanhæfur ráðherra?


mbl.is Mál Breta og Bandaríkjamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvö víti á Hjört?

Cornelius leikmaður FCK vildi fá tvö víti á Hjört. Fyrra þegar Hjörtur tæklaði hann en endursýningar sýna að Hjörtur kom fyrst við boltann áður en hann straujaði Danann niður. Hitt var hins vegar púra víti, peysutog!


mbl.is Hjörtur hélt hreinu í toppslagnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérkennilegt val á liðinu

Þetta er auðvitað dálítið sérstakt liðsval hjá landsliðsþjálfaranum. Atvinnumennirnir spila lítið sem ekkert (Adam í nokkrar mín. og Daníel ekkert) meðan menn sem spila hér heima fá mikinn tíma (Viðar Ari 86 mín, Böðvar 78.).
Einnig vekur athygli að Tryggvi Haralds fær 25 mín. (fleiri en atvinnumaðurinn Kristinn  Steindórs!) og að Oliver sé settur í sóknina en hann er varnar- eða miðjumaður. Reyndar fór Oliver inn á miðjuna og Kristinn Freyr í sóknina en það var aðeins í nokkrar mín. en þá var Kristinn tekinn útaf!
Enda átti Mexíkó miklu meira í leiknum samkvæmt lýsingu á mbl.is og mátti Ísland þakka fyrir að tapa ekki með enn stærri mun. 


mbl.is „Gott innlegg inn í framtíðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleymska íþróttafréttamanna!

Það er eins og íþróttafréttamenn hjá öllum fjölmiðlum hafi gleymt að Sölvi Geir spilaði eitt sinn með FCK (stórliðinu í Kaupmannahöfn). Öll félög sem hann hefur leikið í eru talin upp en ekki FCK.
Danir eru ekki svona gleymnir:

http://www.tipsbladet.dk/nyhed/superliga/tidlgere-fck-profil-skifter-til-thailandsk-fodbold

Svo er auðvitað landsliðið löngu búið að gleyma honum.


mbl.is Sölvi í sigursælu félagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki læknirinn sem tók þátt í tilraunum á sjúklingum?

og fylgdi svo tilrauninni á mannlegu tilraunadýri ekki eftir á nokkurn hátt, sem þó bjó hér á landi þar til hann lést af völdum tilraunarinnar?

Er fjölmiðlum engin takmörk sett í ómerkilegheitunum?


mbl.is Þar sem bert hjartað slær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkt skítafyrirtæki!

Og þvílíkar afsakanir og loforð!

Fyrirtækið notar vatnsleiðslur svæðisins til að dæla niður köldu vatni í borholur sínar, í stað þess að nota eigin vatnleiðslu, og stofnar þannig fólki þar og matvælaframleiðslu í stóra hættu.

Í raun ætti að banna allar slíkar tilraunaborholur þar sem er önnur starfsemi á svæðinu, en það verður örugglega seint gert, enda allt leyft fyrir "atvinnulífið".

Samt skilar þetta fyrirtæki sama sem engu til samfélagsins, borgar enga skatta enda skráð í fríðindaríkinu Kanada þar sem fyrirtækið greiðir heldur enga skatta.

Svo er látið með þetta fyrirtæki sem eitthvað stórkostlegt. Fréttamannafundur í gær þar sem það hreykti sér af stórkostlegum árangri í djúpborununum, alveg einstöku afreki umhverfisverndarlega séð - og svo þetta dauðfall af þeirra völdum í nótt.

Þvílíkur yfirdrepsskapur!

Og fjölmiðlarnir spila með alveg eins og fyrir Hrun. Þeim virðist fyrirmunað að læra af fyrri mistökum.


mbl.is „Mun aldrei geta gerst aftur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin náttúruvæna orka

Þetta hörmulega slys á Reykjanesi sýnir hversu hættuleg brennisteinsgufan frá háhitavirkjunum eru.

Því skýtur það skökku við að heyra áróðurinn frá þessum fyrirtækjum svo sem Orkuveitu Reykjavíkur sem kallar sig iðulega hinu umhverfisvæna nafni Orka náttúrunnar (ON).

Nú síðast gerði HS Orka mikið með stórkostlegan "árangur" við boranir á Reykjanesinu, einmitt á sama svæði og dauða-mengunar-slysið varð í nótt. Forstjóri fyrirtækisins fullyrti að nú væri hægt að vinna umtalsvert meiri orku á "umhverfisvænni" hátt.

Sama sagði starfsmaður Orkustofnunar Reykjavíkur, þ.e. með þessum "árangri" væri hægt að minnka umhverfisfótspor háhitaorkufyrirtækjanna.
Þetta um umhverfisvæna orku úr háhitasvæðunum fer að hljóma eins og að kol og ólía sé einnig umhverfisvæn, því þessi kolefniseldsneyti eru einnig unnin úr náttúrunni rétt eins og hin stórhættulega brennisteinsgufa frá OR og HS Orku!

http://www.visir.is/djupborun-a-reykjanesi--haegt-ad-vinna-meiri-orku-a-odyrari-og-umhverfisvaenni-hatt/article/2017170209834


mbl.is Gas fannst í neysluvatnskerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Feb. 2017
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband