Hótanir?

Það er alltaf gaman að heyra umhyggju þeirra stóru fyrir hag smærri fyrirtækja.
Eitthvað er það nú samt holur rómur ekki síst hjá eiganda fyrirtækis sem árið 2014 velti 3,7 milljörðum fyrir aðgangseyri í "sundlaug" þess án þess að greiða eyri í virðisaukaskatt.
Síðan í ársbyrjun 2016 hefur fyrirtækið reyndar greitt VSK en aðeins 11% af veltunni, þ.e. í rúmt ár.

Og um leið og ætlunin er að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustuna til jafns við aðra starfsemi þá er farið að væla og meira að segja komið með hótanir.

Það er svo auðvitað spurning hvað ætlunin sé að gera. Stórauka skattsvik t.d.?

Ég segi nú bara eins og stjórnarandstaðan á þingi. Almenningur er búinn að fá nóg af siðblindunni hjá íslenska einkaframtakinu. Það á ekki aðeins við fjármálageirann heldur einnig ferðaþjónustuna sem einkennist kannski meira en nokkur önnur hérlend starfsemi af skattsvikum, launagreiðslum undir taxta, mansali og þrælahaldi.

Maður eins og Grímur Sæmundsen ætti því að fara varlega með yfirlýsingar sem hægt er að túlka sem hótanir.


mbl.is Taka skattahækkunum ekki þegjandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að taka fúslega á sig glæpinn!

Þetta var nokkuð vel af sér vikið hjá fulltrúum VG og Pírata í borginni. Að taka á sig glæpinn með Degi B.
Hvort það sé af eðalmennsku einni saman, dómgreindarleysi eða af algjöru siðleysi, ég hallast að því síðastnefnda, þá verður það að teljast vera einkar athyglisvert af fulltrúa VG, flokks sem leiddi byltinguna í Hruninu gegn spillingaröflunum, að tala eins og Líf Magneudóttir gerir.
Auðvitað getur borgarstjórnarmeirihlutinn sett sér siðareglur sem t.d. kveða á um gera ekki samninga við aðila sem eru uppvísir að fjármálamisferli - á að setja sér slíkar reglur og ætti að vera búin að því fyrir löngu.

VG og Píratar dragast æ lengra niður í spillingarfenið með Degi B. og Birni Blöndal, því lengra sem líður á samstarfið.
Það kallar auðvitað á nýtt vinstra framboð til næstu borgarstjórnarkosninga.
Hræddur er ég um að þá fari hrollur um Líf og VG-klíkuna í borginni - og jafnvel VG-forystuna í heild sinni.


mbl.is Taki afstöðu til samnings við Ólaf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkt rugl!

Leikurinn var arfaslakur. Íslenska liðið átti ekki skot að marki nema það sem fór inn. Framlínan var algjörlega bitlaus og miðjan varla sjáanleg. Það eina sem var gott var miðja varnarinnar, markvörðurinn og Hörður í vinstri bakverðinum. Þá vann Rúrik góða varnarvinnu og var líkaamlega sterkur í návígjum. 
Leikurinn snarbatnaði svo í lokin þegar menn komu inná sem gátu haldið boltanum, sent á samherja og ógnað. Menn eins og Elías Már, Arnór Smára og Ari Freyr.
Heppnissigur gegn liði, sem reyndar var ekki mikið betri.
Dæmigerður "breskur" leikur. Kýlt fram og svo haupið og tuddast í það óendanlega!


mbl.is Langþráður sigur gegn Írum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamskipti Katrínar

Katrín þarf ekki annað en að skipta um vinnuveitanda, þá fer hún að tala eins og gallharður Sjálfstæðismaður og frjálshyggjupostulli.
Þetta, sem einnig kallast að haga seglum eftir vindi, einkennir reyndar flesta krata. Þeir eru komnir svo langt til hægri að þeir muna ekki lengur hver uppruni þeirra er heldur halla sér að fjármagns"eigendum", öðru nafni bröskurunum, og sjá ekkert athugavert við hegðun þeirra. Þvert á móti taka þeir fullan þátt í braskinu eins og reyndin er hjá Degi B í borginni og nú með Katrínu í nýja starfinu.

Salan á Arionbanka - og áður Borgunarmálið - sýnir að regluverkið er mjög götótt og auðvelt að komast framhjá því. Auk þess sýna fjármálafyrirtækin eftirlitinu enga virðingu, ekki frekar en fyrir Hrun, og láta einkis ófreistað til þess að gera vinnu þeirra erfiða.

Fjármálaeftirlitið er því alls ekki "geysilega öflugt tæki", ekki frekar en fyrir Hrun sama hvað framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir. Enda getur Katrín ekki talist hlutlaus aðili meðan hún situr í þessum stól!


mbl.is Þurfum að ákveða að treysta regluverkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

60-40 með boltann en 0-2 í mörkum!

Arnór Ingvi og Gylfi góðir í annars slöku liði Íslands.
Má gefa mönnum eins og Ragnari og Emil frí í seinni hálfleik. Jafnvel gefa Hannesi einnig frí og leyfa Ögmundi að spreyta sig.


mbl.is Gullfótur Gylfa dýrmætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott!

Kominn tími til að setja Jón Daða út úr liðinu og það þegar vantar fimm fastamenn í liðið. Vel gert Heimir!

Þá verður spennandi að sjá Arnór Ingva á kantinum.


mbl.is Byrjunarliðið: Björn og Viðar fremstir gegn Kósóvó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt hótelið í miðbænum!

Og borgarstjórinn gleðst!
Fyrirhuguð þétting byggðar í miðbænum varð ekki til þess að auka íbúðarhúsnæði, og allra síst á ódýrum íbúðum, heldur leiddi til mikillar fjölgunar hótelbygginga. 
Nú segjast kratarnir í borgarstjórn að hér eftir verði takmarkað hvað megi byggja margar slíkar í miðbænum.
En áður en að því verður mun eflaust tugur slíkra rísa í og við miðbæinn, ef ekki fleiri tugir!

Já, það er lenska þessi misserin hjá stjórnmálamönnum að segja eitt en leyfa annað.


mbl.is „Straujárnið“ í Reykjavík birtist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að láta taka sig í bólinu

Ein setning í þessari frétt er mjög athyglisverð: "Þrátt fyr­ir að stjórn­völd hafi gert sér grein fyr­ir hætt­unni á því að eig­end­ur Kaupþings gætu selt sjálf­um sér hlut­inn í bank­an­um, voru lík­ur á því tald­ar hverf­andi".

Með þetta í huga er vert að minnast fagnaðarláta forsætis- og fjármálaráðherranna vegna afnám gjaldeyrishaftanna. Afnámið átti að koma sér einkar vel fyrir almenning og lífeyrissjóðina. Það á eftir að koma í ljós hver áhrifin verða á almenning en þau eru þegar ljós um þá síðarnefndu.

Lífeyrissjóðirnir höfðu verið í samningaviðræðum við slitastjórn Kaupþings um kaup á hlut í Arionbanka en þau kaup urðu að engu þegar vogunarsjóðirnir keyptu sinn hlut.

Þá er vert að muna orð ráðherranna um að ekki séu allir vogunarljóðir vondir, nú þegar í ljós er komið að a.m.k. einn þeirra hefur stundað mútugreiðslur í stórum stíl og er nú m.a.s. uppvís að því að hafa verið leppur skattaskjólsfyrirtækis í þessum kaupum!

Ljóst er af þessu að afnám gjaldeyrishaftanna voru mjög illa undirbúin og ríkisstjórnin (og Seðlabankinn) látið taka sig illilega í bólinu. 
Sama virðist gilda um Fjármálaeftirlitið samkvæmt orðum forstjórans í Kastljósinu í gærkvöldi. Frumvarp enn í smíðum sem hefði getað komið í veg fyrir hluti sem þessa.

Stjórnvöld öll virðast vanhæf - og það ekki í fyrsta sinn.


mbl.is Salan losar milljarðatugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"langtímafjárfestar"?

Það er gleðilegt að bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra skuli fagna yfir kaupum þriggja vogunarsjóða, auk vafasams fjárfestingarbanka, í stórum hlut í einum af íslensku bönkunum.
Minnir reyndar svolítið á feril þessara manna fyrir Hrun, þegar tvö fyrirtæki (hið minnsta) sem þeir voru í forsvari fyrir, fóru á hausinn. Næst er það líklega ríkissjóður (og það í annað sinn á nokkrum árum).

Þó skal minna á, hvað rökstuðning forsætisráðherrans varðar, að vogunarsjóðir fjárfesta ekki til langframa í fyrirtækjum. Þeir tæma þau, ef þeir mögulega geta, og forða sér burt með gróðann (rétt eins og gerðist hér fyrir Hrun).
Ég efast um að þessi "viðreisnarstjórn" hafi dug í sér, eða vilja, til að stemma stigu við slíku. Ekki frekar en Vallhallarstjórnin.

En þetta kaus svo sem þjóðin yfir sig, svo við getum sjálfum okkur um kennt. 

 

 


mbl.is Tímamót í uppgjöri við bankahrunið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutlaus fréttaflutningur?

Þessi frétt hjá mbl.is sætir auðvitað tíðindum. Hrunárin koma upp í hugann. Hlutunum er snúið á hvolf. Vogunarsjóðir að kaupa upp landið (til að hirða allt sem hægt er að hirða og láta sig svo hverfa) og fjölmiðillinn spilar með.

Goldman Sach bankinn, þó hann hafi nú ekki sérstaklega gott orð á sér, er nefndur til að fela það sem nefndir eru "erlendir sjóðir" en þetta eru vogunarsjóðir sem þegar eiga stóran hluti í bönkunum.

Afnám hafanna, fyrir almenning eins og það var látið heita, gerir landið berskjaldað fyrir hrægömmunum.

Jamm ... það er greinilega stutt í næsta Hrun.


mbl.is Stærstu kaup erlendra aðila í sögu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Mars 2017
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 245
  • Frá upphafi: 455361

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 195
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband