Gagnrýnisleysi fjölmiðla!

Umfjöllun fjölmiðla um íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á eflaust einhverja mestu sök á fölskum væntingum til liðsins á EM. Fyrir mótið hafði liðið rétt náð jafntefli gegn lágt skrifuðu liði Írlands, en fjölmiðlar töluðu um góðan árangur, og áður stórtap gegn Hollandi (4-0) sem fjölmiðlarnir tóku einnig létt á.
Síðan var það hringið með liðið hjá þjálfaranum sem notaði ekki tækifærið á Algarvemótinu til að finna réttu uppstillinguna - og fjölmiðlunum fannst ekkert athugavert við það.

Freyr var því engu nær þegar á EM var komið hver væri heppilegast uppstillingin og setti því alveg nýjar manneskjur inn í liðið - og enn spiluðu fjölmiðlar gagnrýnislaust með.
Núna fyrst, eftir þrjú töp og stórtap í síðasta leiknum, rumska þeir aðeins.

Enn er þó ekki búið að finna blóraböggulinn - og honum verður líklega hlíft lengi vel (því stelpurnar sem hann velur í byrjunarliðið elska hann!) eða þar til að næsta fíaskóinu kemur.

Jamm. Syndaselurinn er auðvitað þjálfarinn.
Hann velur ranga (og reynslulitla) leikmenn í liðið. Allt lagt upp úr grófum leik og að trufla andstæðinginn sem mest í hans aðgerðum en ekki að koma upp spili hjá eigin liði eða skapa eitthvað. 
Þetta sást auðvitað best í leiknum gegn Austurríki. Íslenska liðið átti ekki eitt einasta skot á markið en andstæðingarnir 19!!!

Þið lesið þetta fyrst hér. Burt með þjálfarann, Frey Alexandersson!


mbl.is Ekkert stolt, engin gleði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt klúður!

Þetta er nú meiri leikurinn hjá íslenska liðinu! Guðbjörg markmaður mjög slök og átti í raun sök á öðru markinu einnig.
Furðulegt að Sandra Sigurðardóttir skuli ekki fá tækifærið, búin að vera á þremur lokakeppnum EM án þess að spila eina einustu mínútu (og þessi leikur skiptir engu fyrir Ísland, auk þess sem Sandra getur ekki verið verri en Guðbjörg!).

Svo ætti Freyr að spekulera aðeins í því af hverju bæði mörkin komu eftir spil á hægri kantinum. Getur verið að þar sé einhver íslenskur leikmaður ekki að vinna varnarvinnuna sína (les Hallbera)?

Þrjár skiptingar þegar í hálfleik?


mbl.is Slæm útreið í kveðjuleiknum á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumt til bóta en annað ekki

Sumar þessar breytingar eru eðlilegar en aðrar ekki.

Það var sjálfsagt að taka Ingibjörgu og Sigríði Láru útaf og setja Önnu Björk í staðinn og færa Dagnýju aftar á völlinn.
Hins vegar er furðulegt að taka Gunnhildi Yrsu, líklega besta mann liðsins í mótinu, útaf en ekki t.d. Hallberu sem er búin að vera mjög slök.
Þá orkar það frekar tvímælis að setja "gömlu" konurnar, Hólmfríði og Hörpu, í byrjunarliðið og taka Katrínu Ásbjörns útaf. Nær hefði verið að leyfa Rakel Hönnudóttir að spreyta sig og halda Katrínu inná.

Einnig er AglaMaría búin að fá sitt tækifæri og þannig spila nóg. Bæði Sandra María og Elín Metta hefðu frekar átt að fá tækifærið í byrjunarliðinu.


mbl.is Fjórar breytingar á byrjunarliði Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki fleiri hótel í miðbæinn?

Það er yfirlýst stefna borgarmeirihlutans í Reykjavík allt frá árinu 2014, að ekki verði byggð fleiri hótel í miðbænum.
http://www.ruv.is/frett/ekki-fleiri-hotel-i-midbaeinn

Því eru þessi þrjú fyrirhugðuð hótel þvert á opinbera stefnu borgaryfirvalda.

Hins vegar er auðvitað hin óopinbera stefna borgarinnar, sem er að leyfa hvers kyns starfsemi í miðbænum þvert á það sem sagt er opinberlega. 
Leyfi fyrir hóteli á Hverfisgöu 78 hefur reyndar legið fyrir þegar frá 2014 og komið inn í deiliskipulagið 2016 (þvert á hina opinberu stefnu!).
Hin leyfin virðast þó ekki vera til staðar - en því er auðvitað hægt að bjarga!


mbl.is Þrír gististaðir áformaðir við hlið Kjörgarðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að líta í eigin barm ...

... en ekki kenna dómaranum um!
Nú er ljóst að Ísland kemst ekki áfram úr riðlinum - eftir jafntefli Austurríkis og Frakklands.

Hallbera er ein þeirra sem þarf að íhuga hvort hún gefi kost á sér áfram eða ekki. Hefur átt tvo slaka leiki, sérstaklega í kvöld. Alltof hæg og vinnur ekki varnarvinnuna sína.
Í raun furðulegt að hún hafi verið í byrjunarliðinu í báðum leikjunum og ekki verið tekin útaf í leiknum gegn Sviss.


mbl.is Litla Ísland á ekki að komast upp með neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Von?

Eitthvað er þetta nú orðið vonlítið hjá íslenska kvwennalandsliðinu í fótbolta eftir tvö töp í fyrstu tveimur leikujum mótsins.
Þrátt fyrir mark í fyrri hálfleiknum var íslenska liðið aðeins með 30% boltainnihaf en Sviss með 70%.
Svo versnaði það bara. 
Rétt eins og í leiknum hjá Frökkum þá voru innáskiptingar landsliðsþjálfarans undir allri krítik. Þeir sem voru að spila verst, Hallbera og Ingibjörg fengu að spila allan tímann meðan besti maður leiksins, Gunnhildur Yrsa, var tekin útaf.
Það voru auðvitað fleiri mistök í skipulagningu leiksins og þjálfarinn hlýtur að fá gagnrýni bæði fyrir stjórnun og innáskiptingar, núna og í leiknum gegn Frökkum.


mbl.is Tap gegn Sviss en vonin lifir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innáskipting sem gerði tapið?

Freyr landsliðsþjálfari tók mikla áhættu með að velja þrjá reynslulitla leikmenn í byrjunarliðið. Þeir stóðu sig samt vel en tveimur þeirra var skipt útaf, annar varnartengiliður og hinn sóknarmaður fyrir tvo sóknarmenn. Þriðja innáskiptingin gerði þó útslagið, sóknarmaður fyrir sóknarmann, þegar eðlilegra hefði veirð að setja aukamann í vörnina á móti einhverju besta liði heims!

Því er óhætt að fullyrða að metnaður þjálfarans - og gamlingsárátta - hafi átt stóran þátt í tapinu.

Gunnhildur Yrsa best í íslenska liðinu?


mbl.is Nístingssárt tap gegn Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sísí?

Fréttaflutningurinn af EM kvenna í fótbolta er auðvitað kapituli út af fyrir sig. Engin fagleg úttekt á liðinu, eða liðunum í riðlinum, hvað þá mótinu í heild heldur eingöngu viðtöl við "hetjurnar" okkar - þ.e. persónudýrkunin á fullu.
Hér er hins vegar almennileg umfjöllun um mótið - og um liðin í okkar riðli þar með talið hið íslenska:

http://jyllands-posten.dk/sport/fodbold/landshold/ECE9727782/guiden-til-em-2017-for-kvinder-alle-16-hold-hvem-er-stjernerne-hvordan-spiller-de/

Ætlunin var þó hér að skrifa um byrjunarval landsliðsþjálfarans. Sannarlega óvænt eða kannski frekar fífldjarft. Þrír óreyndir leikmenn, tveir kornungir, gegn einhverju besta landsliði í heimi!
Spurning hvort þjálfarinn sé búinn að kasta inn handklæðinu þegar fyrir leikinn eða hvort þetta sé útspil til að koma Frökkum á óvart?
Hvort heldur sem er þá hlýtur þetta að vera hæpið val (þó það eigi auðvitað eftir að koma í ljós). Reynsla hlýtur að vega þungt í leik gegn svona góðu liði. 
Ingibjörg í stað Önnu Bjarkar, Sigríður Lára í stað Kristínar Ásbjörns og Agla í stað Elínar Mettu! Svo ekki sé talað um aðra góða leikmenn sem eru fyrir utan byrjunarliðið.

Svo er auðvitað spurning um veikleikana undanfarið: Guðbjörgu í markinu, Hallberu á kantinum og Fanndísi frammi. Þá er Dagný ekki í neinni leikþjálfun og er áhættuval útaf fyrir sig.
Spurning um úrslitin? 5-2 fyrir Frakka rétt eins og í leiknum í fyrra hjá karlaliðunum!?

 


mbl.is Agla, Ingibjörg og Sísí byrja allar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Feluleikur?

Það er furðulegt að ekki hafi fyrr en nú birst fréttir af þessari skólpmengun, sem mun hafa staðið yfir í um 10 daga hið minnsta.
Þetta er eflaust alvarlegasta skólpmengunin á höfuðborgarsvæðinu á þessari öld. Svo virðist sem reynt hafi verið að þagga hana niður, enda mun umrædd bilun í dælistöðinni staðið mun lengur yfir en sjálf mengunin, eða allavega frá 19. júní! 
Spurning hvort borgaryfirvöld hafi nokkuð þótt þetta það merkilegt að grípa þyrfti til almennilegra ráðstafana fyrr en í algjört óefni var komið.

Svo er auðvitað spurning hvort þessi skólpmengun hafi ekki nú þegar borist inn í hús í borginni í gegnum niðurfallskerfin, þó svo að "umhverfisstjóri" OR segi að gripið hafi verið til ráðstafana til að hindra það.

Að minnsta kosti hafa heyrst einkennilegir skruðningar víða í leiðslum undanfarna daga - og skrítin lykt (skítalykt) borist upp um niðurföll vaska, sturta og baðkara í gamla bænum í það minnsta.

En lengi má böl bæta með að benda á annað verra, segir máltækið. Á það vel við í þessu tilviki. Ástandið í skólpmálum höfuðborgarsvæðisins hafi verið miklu verra á síðustu öld (og því engin ástæða til að gera veður út af þessu?)!


mbl.is „Þetta er mjög bagalegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Júlí 2017
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 149
  • Frá upphafi: 455372

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 122
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband