Hver er þessi Björn Bergmann?

Hann hefur ekki sést í leiknum. Frammistaða íslenska landsliðsins í fyrri hálfleik gegn slöku liði Finna er ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Þessi leikur er í raun frumraun Heimis Hallgrímssonar landsliðsþjálfara. Sigur er krafan. Til þess þarf að skora mörk. Útaf með Björn þennan og inná með Viðar Örn Kjartansson sem enn er markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar með 13 mörk í 16 leikjum þó svo að hann sé ekki lengur að spila þar í landi.

Hann hefur gert fjögur mörk með Tel Aviv í fjórum leikjum, þar af eitt í Evrópudeildinni.
Heimir getur bætt fyrir mistök sín að velja hann ekki í byrjunarliðið með því að láta hann byrja seinni hálfleikinn.


mbl.is Hádramatískur sigur á Finnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers á Viðar Örn að gjalda?

Þetta er nú alveg ótrúlegt val, Björn Bergmann Sigurðarson valinn en ekki Viðar Örn Kjartansson!
Þar gerði Heimir Hallgrímsson sín fyrstu mistök sem landsliðsþjálfari og ansi líklegt að þau verði fleiri áður en hann fær pokann sinn.
Hér er smá tölfræði til samanburðar á þessum tveimur mönnum.

Fyrst Viðar Örn: Maccabi Tel Aviv keypti hann á 3,5 milljónir evra (um 500 milljónir íslenskra) sem er hærra verð en Kolbeinn og Jóhann Berg voru nýlega seldir á.

Hann hefur gert fjögur mörk í fjórum leikum með liðinu, þar af eitt í Evrópudeildinni. Með Malmö gerði hann 13 mörk í 16 leikjum!

Björn Bergmann: 2 mörk í fimm leikjum með Molde. Hann var svo ónotaður varamaður í þremur leikjum og ekki í hópnum einu sinni.

Svo segir Heimir að Björn hafi staðið sig best framherjanna undanfarið og að hann hafi verið sá fyrsti af þeim sem Heimir hafi haft samband við!

 


mbl.is Björn Bergmann og Ögmundur byrja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Koma lægðirnar frá Skandinavíu?

Margir veðurfræðingar virðast ekki vera í neinum takti við raunveruleikann. Þessi Teitur er einn þeirra.
Lægðagangurinn sem gengur nú yfir landið með miklu hvassviðri og óvenjumikilli úrkomu, sem veðurfræðingarnir nefna reyndar ekki einhverra hluta vegna, kemur að venju úr suðri og fara fyrir vestan landið, eins og venja er, en alls ekki frá Skandinavíu!
Stormurinn sem gekk yfir landið síðasta sólarhring, úr suðri!, varaði í 14 klukkustundir og úrkoman á sama tíma var hátt í 50 mm hér sumstaðar á suðvesturhorninu.
Hvort tveggja slagar hátt í met, hvað þá svona snemma í október, en ég þori að veðja að veðurfræðingunum þyki það ekki fréttnæmt. Hlýindin sem fylgja veðrinu þykja það hins vegar örugglega ef ég þekki þessa fræðinga rétt!

 


mbl.is Hæð yfir Skandinavíu um að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. október 2016

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 70
  • Sl. viku: 297
  • Frá upphafi: 455299

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 249
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband