Hræsnin í Kananum

Eins og kemur fram í þessari frétt hafa meira að segja Sameinuðu þjóðirnar staðfest að engin loftárás hafi verið gerð á bílalestina heldur hafi árásin verið gerð af jörðu niðri. Samt heldur Kaninn áfram að saka Rússa og sýrlenska stjórnarherinn um að hafa gert loftárás á bílana.

Þetta er greinilega yfirklór til að dreyfa athyglinni frá þeirra eigin loftárás á herstöð sýrlenska stjórnarhersins, sem Danir og Bretar tóku þátt.

Sú árás er auðvitað ekkert annað en hryðjuverk því fyrir það fyrsta var þá vopnahlé í gildi sem báðir aðilar höfðu samþykkt og lofað að virða - og að auki er ekkert stríð í gangi milli Bandaríkjanna, Breta og Dana annars vegar og Sýrlands hins vegar. 
Afsakanir Kanans vegna þeirrar árásar er auðvitað hlægileg og lítt trúanlegt: "Þetta var óvart". Minnir óneitanlega á kvæðið, Slysaskot í Palestínu.

Ekki er ólíklegt að hinar viljugu þjóðir Vesturlanda noti þessa uppákomu til að ráðast inn í Sýrland til að fella stjórnina þar. Hollande Frakklandsforseti er að minnsta kosti að hvetja til þess. 

Já, mikill er friðarvilji - og friðsemd - okkar hinna kristnu hér í vestrinu. Hér er greinilega nútíma krossferð í gangi, nútíma trúarbragðastríð. 


mbl.is Saka Rússa um árásina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. september 2016

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 150
  • Frá upphafi: 455373

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 123
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband