Er Aron meiddur eða ekki?

Fréttir af meintum meiðslum Arons Pálmarsonar eru nokkuð furðulegar, sérstaklega í ljósi þess hve Geir Sveinsson var fúll í viðtali í sjónvarpinu um daginn um "meiðslin". Maður fékk það á tilfinninguna að þau væru lítilsháttar og að Aron gerði meira úr þeim en ástæða væri til. Þetta þýðir þá væntanlega að hann tekur félagslið sitt og sinn eigin atvinnumannaferil fram fyrir landsliðið.

Annars er hópurinn ansi slakur, á pappírnum í það minnsta. Í skyttunni vinstra megin er aðeins Ólafur Guðmunds sem eitthvað kveður að. Ekkert hefur heyrst af Tandra undanfarið svo það er spurning hvort hann hafi eitthvað erindi á HM. Svo er Guðmundur Hólmar auðvitað valinn í liðið sem varnarmaður en ekki til að nota í sókninni.
Þá er aðeins einn leikmaður í hægra horninu, sem hlýtur að vera meira en lítið hæpið í ljósi þess að Ásgeir Örn hefur verið meiddur, og hæpið að treysta um of á hann í horninu eða fyrir utan.

Það er því ekkert skrítið að hætt hafi verið við hópferðina á HM vegna ónógrar þátttöku. Áhugi handboltaáhugamanna fyrir landsliðinu er í algjöru lágmarki. Ekki aðeins vegna þess hve leikmannahópurinn er slappur heldur einnig vegna afhroðsins á HM 2015 og svo sem einnig á EM í fyrra.


mbl.is Aron fer ekki til Danmerkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ódulbúin bjórauglýsing?

Það hefur áður verið sektað fyrir bjórauglýsingar en þá auglýsti bjórframleiðandinn sjálfur. Nú er það Mogginn sem auglýsir fyrir vini sína hjá Vífilfelli og spurning hvort ekki eigi að sekta blaðið, frekar en framleiðandann, fyrir auglýsinguna:

http://www.visir.is/sektadur-fyrir-bjorauglysingar-i-timariti/article/2008543244983

 


mbl.is Stórlækka verð á jólabjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítið að segja sig úr flokknum!

Þessi skýring fyrrum þingmanna Bjartrar framtíðar, sem mér skilst að hafa bæði komið úr Samfylkingunni, heldur auðvitað ekki vatni.
Þú segir þig ekki úr flokki nema vegna óánægju með hann. Fólk þarf ekki að segja skilið við flokkinn sinn þó það geti ekki lengur gengt trúnaðarstörfum fyrir hann.
Því er óhætt að fullyrða að úrsögnin sé vegna hægri vendingar flokksins undir stjórn Óttars Proppé.


mbl.is Brynhildur og Róbert hætt í BF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. janúar 2017

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 296
  • Frá upphafi: 455298

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 248
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband