Og ekki í landsliðinu!

Haukur Heiðar hefur verið að spila talsvert með AIK að undanförnu eða þegar nokkru áður en leikirnir við Finna og Úkraínu fóru fram.

Samt var hann ekki valinn í landsliðshópinn fyrir þessa leiki og aðeins einn hægri bakvörður, þ.e. Birkir Már. Þegar Birkir fór svo útaf snemma í seinni hálfleik gegn Finnum neyddist þjálfarinn til að nota Rúrik Gísla í hægri bakvörðinn. Flestir muna hvernig það fór.

Samt var Haukur ekki tekinn inn í hópinn fyrir leikinn gegn Úkraínu og ekki heldur núna gegn Tyrkjum (og Kósóvó). Þannig er enn verið að taka áhættuna með aðeins einn hægri bakvörð þrátt fyrir að Haukur hafi verið að spila vel með mjög sterku sænsku liði (sem er í 3. sæti í sænsku úrvalsdeildinni).

Sama má reyndar segja um Guðmund Þórarinsson hjá Norrköping. Hann hefur verið að spila mjög vel með liði sínu undanfarið. Hann var samt ekki valinn í landsliðshópinn, þó svo að það vanti þá tvo miðjumenn í liðið sem hafa verið að spila reglulega með landsliðinu (Aron Einar og Emil).

Sérkennilegt (ekki-)val hjá landsliðsþjálfaranum.


mbl.is Fyrsta mark Hauks (myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. október 2017

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband