Greinileg skattsvik

Þetta eru greinileg skattsvik og ætti að vera auðvelt fyrir stjórnvöld (skattayfirvöld) að komast að því. Nóg að fletta upp í íbúaskrá til að sjá hvar sé búið og hvar ekki - og athuga svo hvort íbúðin sé í útleigu og hvort talið sé fram vegna hennar!: "En við erum svo liðsfá"!

En tölurnar í þessari frétt segja sitt. Bara í Reykja­vík einni eru um tvö þúsund íbúðir boðnar til leigu á Airbnb um þess­ar mund­ir en nær engir eru með rekstrarleyfi fyrir þeim (nær öll leyfin til hótela).
Einhverjir (161!) eru að reyna að svindla á hlutunum með því að sækja um leyfi fyrir útleigu í aðeins þrjá mánuði, í trausti þess að eftirlitið sé lélegt (sem það er) en treysta ekki á að það sé ekkert (sem það er í raun!). 

Það er alltaf sama sagan á þessu blessaða skeri. Lög eru sett seint og um síðir, og höfð eins opin og mögulegt er, svo blessað íslenska frelsið fái að njóta sín áfram.
Og svo er passað upp á það að hafa ekkert eftirlit með því hvort farið sé eftir lögunum eða ekki, svo þeir framtakssömu geti haldið áfram sinni uppáhaldsiðju: að svíkja undan skatti!


mbl.is 161 leyfi fyrir heimagistingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. mars 2017

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 147
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband