"langtímafjárfestar"?

Það er gleðilegt að bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra skuli fagna yfir kaupum þriggja vogunarsjóða, auk vafasams fjárfestingarbanka, í stórum hlut í einum af íslensku bönkunum.
Minnir reyndar svolítið á feril þessara manna fyrir Hrun, þegar tvö fyrirtæki (hið minnsta) sem þeir voru í forsvari fyrir, fóru á hausinn. Næst er það líklega ríkissjóður (og það í annað sinn á nokkrum árum).

Þó skal minna á, hvað rökstuðning forsætisráðherrans varðar, að vogunarsjóðir fjárfesta ekki til langframa í fyrirtækjum. Þeir tæma þau, ef þeir mögulega geta, og forða sér burt með gróðann (rétt eins og gerðist hér fyrir Hrun).
Ég efast um að þessi "viðreisnarstjórn" hafi dug í sér, eða vilja, til að stemma stigu við slíku. Ekki frekar en Vallhallarstjórnin.

En þetta kaus svo sem þjóðin yfir sig, svo við getum sjálfum okkur um kennt. 

 

 


mbl.is Tímamót í uppgjöri við bankahrunið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutlaus fréttaflutningur?

Þessi frétt hjá mbl.is sætir auðvitað tíðindum. Hrunárin koma upp í hugann. Hlutunum er snúið á hvolf. Vogunarsjóðir að kaupa upp landið (til að hirða allt sem hægt er að hirða og láta sig svo hverfa) og fjölmiðillinn spilar með.

Goldman Sach bankinn, þó hann hafi nú ekki sérstaklega gott orð á sér, er nefndur til að fela það sem nefndir eru "erlendir sjóðir" en þetta eru vogunarsjóðir sem þegar eiga stóran hluti í bönkunum.

Afnám hafanna, fyrir almenning eins og það var látið heita, gerir landið berskjaldað fyrir hrægömmunum.

Jamm ... það er greinilega stutt í næsta Hrun.


mbl.is Stærstu kaup erlendra aðila í sögu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. mars 2017

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 150
  • Frá upphafi: 455373

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 123
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband