Enn eitt hótelið í miðbænum!

Og borgarstjórinn gleðst!
Fyrirhuguð þétting byggðar í miðbænum varð ekki til þess að auka íbúðarhúsnæði, og allra síst á ódýrum íbúðum, heldur leiddi til mikillar fjölgunar hótelbygginga. 
Nú segjast kratarnir í borgarstjórn að hér eftir verði takmarkað hvað megi byggja margar slíkar í miðbænum.
En áður en að því verður mun eflaust tugur slíkra rísa í og við miðbæinn, ef ekki fleiri tugir!

Já, það er lenska þessi misserin hjá stjórnmálamönnum að segja eitt en leyfa annað.


mbl.is „Straujárnið“ í Reykjavík birtist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að láta taka sig í bólinu

Ein setning í þessari frétt er mjög athyglisverð: "Þrátt fyr­ir að stjórn­völd hafi gert sér grein fyr­ir hætt­unni á því að eig­end­ur Kaupþings gætu selt sjálf­um sér hlut­inn í bank­an­um, voru lík­ur á því tald­ar hverf­andi".

Með þetta í huga er vert að minnast fagnaðarláta forsætis- og fjármálaráðherranna vegna afnám gjaldeyrishaftanna. Afnámið átti að koma sér einkar vel fyrir almenning og lífeyrissjóðina. Það á eftir að koma í ljós hver áhrifin verða á almenning en þau eru þegar ljós um þá síðarnefndu.

Lífeyrissjóðirnir höfðu verið í samningaviðræðum við slitastjórn Kaupþings um kaup á hlut í Arionbanka en þau kaup urðu að engu þegar vogunarsjóðirnir keyptu sinn hlut.

Þá er vert að muna orð ráðherranna um að ekki séu allir vogunarljóðir vondir, nú þegar í ljós er komið að a.m.k. einn þeirra hefur stundað mútugreiðslur í stórum stíl og er nú m.a.s. uppvís að því að hafa verið leppur skattaskjólsfyrirtækis í þessum kaupum!

Ljóst er af þessu að afnám gjaldeyrishaftanna voru mjög illa undirbúin og ríkisstjórnin (og Seðlabankinn) látið taka sig illilega í bólinu. 
Sama virðist gilda um Fjármálaeftirlitið samkvæmt orðum forstjórans í Kastljósinu í gærkvöldi. Frumvarp enn í smíðum sem hefði getað komið í veg fyrir hluti sem þessa.

Stjórnvöld öll virðast vanhæf - og það ekki í fyrsta sinn.


mbl.is Salan losar milljarðatugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. mars 2017

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 216
  • Frá upphafi: 455366

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 177
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband