Hamskipti Katrínar

Katrín þarf ekki annað en að skipta um vinnuveitanda, þá fer hún að tala eins og gallharður Sjálfstæðismaður og frjálshyggjupostulli.
Þetta, sem einnig kallast að haga seglum eftir vindi, einkennir reyndar flesta krata. Þeir eru komnir svo langt til hægri að þeir muna ekki lengur hver uppruni þeirra er heldur halla sér að fjármagns"eigendum", öðru nafni bröskurunum, og sjá ekkert athugavert við hegðun þeirra. Þvert á móti taka þeir fullan þátt í braskinu eins og reyndin er hjá Degi B í borginni og nú með Katrínu í nýja starfinu.

Salan á Arionbanka - og áður Borgunarmálið - sýnir að regluverkið er mjög götótt og auðvelt að komast framhjá því. Auk þess sýna fjármálafyrirtækin eftirlitinu enga virðingu, ekki frekar en fyrir Hrun, og láta einkis ófreistað til þess að gera vinnu þeirra erfiða.

Fjármálaeftirlitið er því alls ekki "geysilega öflugt tæki", ekki frekar en fyrir Hrun sama hvað framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir. Enda getur Katrín ekki talist hlutlaus aðili meðan hún situr í þessum stól!


mbl.is Þurfum að ákveða að treysta regluverkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. mars 2017

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 43
  • Sl. sólarhring: 95
  • Sl. viku: 265
  • Frá upphafi: 455266

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 221
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband