MOAB

Já mikil er hrifning vestrænna fjölmiðla - og meðvirknin með Kananum mikil. Árásin réttlætt með því að þetta sé árás á hryðjuverkasamtökin IS(IS).

Kannski er þetta undanfari þess að Bandaríkjamenn, undir stjórn populistans Trumps, fari aftur að nota kjarnorkuvopn. Þessi sprengja er nefnilega jafngildi einnar slíkrar og ein af mörgum sprengjum sem Kaninn notar sem er með úraníum-oddi, og er þannig geislavirk.

Þá er heitið Moab táknrænt fyrir trúarlega undirtón í aðgerðum Bandaríkjahers í Miðausturlönd, þ.e. í íslömsku ríkunum.

Moab var nefnilega eitt af vondu ríkjunum í Gamla testamentinu - og því réttmætt í alla staða að drepa þá og þjaka á allan hátt.

Og hægrisinnaðir og heittrúaðir Bandaríkjamenn tala um land sitt sem Guðs ríki á jörðu, hið nýja Ísrael - og þarf reyndar ekki hægrisinnaða Kana til.

Krossferðin gegn islam heldur áfram af fullum krafti - og er réttlætt í þetta sinn með því að vera stríð gegn hryðjuverkum. 


mbl.is Vörpuðu „móður allra sprengja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. apríl 2017

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 149
  • Frá upphafi: 455372

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 122
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband