Fjármálaráð eða nýfrjálshyggjuráð?

Þetta er skrítinn hópur sem í nafni fræðimennsku leggur fram álitsgerð sem hinn versti fnykur nýfrjálshyggjunnar er af.
Þessi álitsgerð lyktar eins og það sem Viðskiptaráð sendi frá sé í aðdraganda Hrunsins: Aukum einkaneysluna en drögum úr samneyslunni og velferðarkerfinu með því að minnka útgjöld ríkisins til þessara mála.

Og þetta er eins og sérpantað af ferðaþjónustunni. Það má ekki skattleggja hana eins og aðrar greinar því það ógnar stöðugleika!

En kannski eru þetta aðeins viðbrögð fjármagnsaflanna við harðorðri, og góðri, ályktun ASÍ sem fer í þveröfuga átt. 
Það eru átakatímar framundan.


mbl.is Stíga laust á bensíngjöfina í stað þess að bremsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verri en Bush?

Þessi Tillerson virðist feta í fótspor Bush yngra en er líklega verri en hann, þar sem sá fyrrnefndi hefur vítin til að varast en Bush æddi út í fúafenið óvitandi hvað beið hans - og þeirra sem síðan hafa orðið fyrir barðinu á "hagsmunum" Bandaríkjamanna í hinum islamska heimshluta.

Áróðurinn er farinn að minna á slagorð Bush um öxulveldi hins illa. Nú eru aðeins tvö eftir (kannski þrjú með Sýrlandi) og um að gera að ganga til bols og höfuðs á þeim sem fyrst.

Þeir sem vonuðust til þess að Kaninn myndi láta af herskárri og ofbeldisfullri utanríkispólitík sinn með tilkomu Trupms í embætti, enda var það eitt af kosningarloforðum hans, eru nú illa sviknir.

Kominn er enn verri djöfull í embætti en Hillary hefði nokkurn tímann getað orðið.
Og til að blíðka hernaðariðnaðinn og heimsvaldasinnana heima fyrir, velur Trump algjöran hauk sem utanríkisráðherra - og sá launar vel valið!


mbl.is Geti fetað í fótspor N-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. apríl 2017

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 316
  • Frá upphafi: 455318

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 266
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband