Minni álagning?

Þetta þýðir þá væntanlega að ferðaþjónustan, sem hefur gætt á tá og fingri undanfarin ár, þurfi að draga úr álagningu á sinni þjónustu. Minnka græðgina og fara í staðinn að borga sem einhverju nemur til samfélagsins.

Slæmt fyrir þá ágjörnu en gott fyrir okkur hin - og kemur vonandi ekki niður á ferðamanninum. Græðgi ferðaþjónustuaðila má ekki verða til þess að ferðamönnum snarfækki á næstu árum.
Það myndi leiða til næstu kollsteypu - næsta Hruns - sem verður enn verra en það fyrra. Því í þennan sinn mun litla Íslandi ekki vera hlíft í útlöndum eins og gerðist eftir síðasta Hrun. Þá munum við þurfa að borga allar okkar skuldir!


mbl.is „Gæti verið rothögg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórslys?

Innihaldið í þessari frétt er að mestu í hrópandi ósamræmi við yfirskrift hennar. 
Fyrir það fyrsta kemur fram að "grænk­ustuðull" Íslands hafi hækkað um 80% á tíma­bilið 1980-2010.
Ógróið land er að lokast. Það dregur úr mosaþekju en há­plönt­um, grös­um og smárunn­um fjölgar. Grósk­an sé þannig að aukast.
Flat­ar­mál birki­skóga eft­ir sjálfs­sán­ingu hefur auk­ist um 9% frá 1990. Meðal­vaxta­hraði birkiplantna á síðasta ára­tug hafi verið um átta sinn­um meiri en á köldu ár­un­um í kring­um 1970 og sama eigi við um annan plöntugróður!
Þetta hafi svo áhrif á lífríki í ám landsins þar sem laxaseiði vaxi mun hraðar en áður!

Þetta hljómar nú ekki eins og stórslys!!!


mbl.is Stórslys að verða í íslenskri náttúru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgin í lóðabraski við dæmdan fjárglæframann!

Þetta eru auðvitað athyglisverðar fréttir.
Í stað félagslegrar uppbyggingar á hinum svokallaða Gelgjutanga, öðru nafni Vogabyggð, stendur Reykjavíkurborg í lóðabraski við fasteignafélag Ólafs Ólafssonar og spennir þannig upp lóðaverð - og þar með íbúðaverð - í borginni. 
Í úthverfum borgarinnar er lóðaverð fjórum sinnum ódýrara en í þéttingarreitum utan miðbæjarins (50.000 kr. fm í stað yfir 200.000 kr.) sem spennir íbúðaverð upp sem því nemur.

Þetta er auðvitað ekkert annað en lóðabrask sem borgarstjórnarmeirihlutinn stundar, með borgarstjórann í fararbroddi. Þeir sem hagnast eru braskararnir, þar á meðal dæmdir "fjárfestar", en þeir sem líða eru íbúarnir.

Jafnaðarmennska borgarstjórnarmeirihlutans felst þannig í því að þeir ríku fái meira, þeir blönku minna!
Ég sem hélt að jafnaðarmennskan snerist um allt annað! Já, heimurinn er svo sannarlega orðinn öfugsnúinn.


mbl.is Gagnrýna söluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. apríl 2017

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 45
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 267
  • Frá upphafi: 455268

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 223
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband