Hvað með þéttingu íbúðabyggðar?

Þetta er enn ein staðfestingin á því að þétting íbúðabyggðar í Reykjavík sé einungis innantómt slagorð í munni forráðamanna borgarinnar.
Þarna væri alveg tilvalið að reisa íbúðabyggð sem er miðvæðis í Reykjavík og stutt að fara á helstu vinnustaði borgarinnar.

Ó nei! Í stað þess á að reisa þarna enn eitt hótelhverfið og svo stofnanahverfi.

Þingvangur hefur reyndar komið víða við í sögu þéttingar byggðar. Fyrirtækið stóð fyrir uppbyggingu Hljómalindarreitsins þar sem aðallega voru byggð hótel, verslanir og svo rándýrar íbúðir sem hafa lítið sem ekkert selst og er enn verið að auglýsa til sölu.

Þá hefur fyrirtækið staðið fyrir niðurrifi húsa við Hverfisgötuna, á hinum svokallaða Brynjureit, og er enn einn óskapnaðurinn að rísa þar á þeirra vegum.
Næstur er hinn svokallaði Vatnsstígsreitur sem á að verða fyrir barðinu á þessum athafamönnum, sem "skítnýta" byggingarmagnið eins og Egill Helgason hefur orðað það.

Ekki má gleyma Grandavegi 42 (Lýsisreitnum) sem miklar deilur hafa staðið um, en Þingvangur stendur einnig fyrir þeirri uppbyggingu. Þar er byggt alveg ofan í eldri byggð og mörg húsin þar orðið fyrir skemmdum vegna sprenginga verktakanna. 

Þar eins og allsstaðar þar sem þetta fyrirtæki kemur við sögu er alltof mikið byggingarmagn á reitunum - og svo verður eflaust einnig á Köllunarklettssvæðinum.
Svo eru auðvitað byggingar þar fyrir, margar hverjar reisulegar. Hvað á að gera við þær?

Ljóst er að borgin er enn einu sinni að gefa verktökum og athafnamönnum frjálsar hendur við uppbyggingu á hverfum sem ættu að lúta ströngum skilyrðum um þéttingu íbúðabyggðar og hæfilegt byggingarmagn. 
Í stefnuskrá VG fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar var eitt af helstu baráttumálum flokksins að draga úr byggingarmagni, að byggja ekki of þétt og of mikið. Það hefur flokkurinn svikið all hressilega í meirihlutasamstafinu. Já, orð og efndir fara sjaldnast saman í pólitíkinni - og m.a.s. þar sem síst skyldi. 


mbl.is Nýtt 70 milljarða kr. hverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. maí 2017

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 249
  • Frá upphafi: 455365

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 199
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband