Innáskipting sem gerði tapið?

Freyr landsliðsþjálfari tók mikla áhættu með að velja þrjá reynslulitla leikmenn í byrjunarliðið. Þeir stóðu sig samt vel en tveimur þeirra var skipt útaf, annar varnartengiliður og hinn sóknarmaður fyrir tvo sóknarmenn. Þriðja innáskiptingin gerði þó útslagið, sóknarmaður fyrir sóknarmann, þegar eðlilegra hefði veirð að setja aukamann í vörnina á móti einhverju besta liði heims!

Því er óhætt að fullyrða að metnaður þjálfarans - og gamlingsárátta - hafi átt stóran þátt í tapinu.

Gunnhildur Yrsa best í íslenska liðinu?


mbl.is Nístingssárt tap gegn Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sísí?

Fréttaflutningurinn af EM kvenna í fótbolta er auðvitað kapituli út af fyrir sig. Engin fagleg úttekt á liðinu, eða liðunum í riðlinum, hvað þá mótinu í heild heldur eingöngu viðtöl við "hetjurnar" okkar - þ.e. persónudýrkunin á fullu.
Hér er hins vegar almennileg umfjöllun um mótið - og um liðin í okkar riðli þar með talið hið íslenska:

http://jyllands-posten.dk/sport/fodbold/landshold/ECE9727782/guiden-til-em-2017-for-kvinder-alle-16-hold-hvem-er-stjernerne-hvordan-spiller-de/

Ætlunin var þó hér að skrifa um byrjunarval landsliðsþjálfarans. Sannarlega óvænt eða kannski frekar fífldjarft. Þrír óreyndir leikmenn, tveir kornungir, gegn einhverju besta landsliði í heimi!
Spurning hvort þjálfarinn sé búinn að kasta inn handklæðinu þegar fyrir leikinn eða hvort þetta sé útspil til að koma Frökkum á óvart?
Hvort heldur sem er þá hlýtur þetta að vera hæpið val (þó það eigi auðvitað eftir að koma í ljós). Reynsla hlýtur að vega þungt í leik gegn svona góðu liði. 
Ingibjörg í stað Önnu Bjarkar, Sigríður Lára í stað Kristínar Ásbjörns og Agla í stað Elínar Mettu! Svo ekki sé talað um aðra góða leikmenn sem eru fyrir utan byrjunarliðið.

Svo er auðvitað spurning um veikleikana undanfarið: Guðbjörgu í markinu, Hallberu á kantinum og Fanndísi frammi. Þá er Dagný ekki í neinni leikþjálfun og er áhættuval útaf fyrir sig.
Spurning um úrslitin? 5-2 fyrir Frakka rétt eins og í leiknum í fyrra hjá karlaliðunum!?

 


mbl.is Agla, Ingibjörg og Sísí byrja allar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júlí 2017

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 245
  • Frá upphafi: 455361

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 195
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband