Feluleikur?

Það er furðulegt að ekki hafi fyrr en nú birst fréttir af þessari skólpmengun, sem mun hafa staðið yfir í um 10 daga hið minnsta.
Þetta er eflaust alvarlegasta skólpmengunin á höfuðborgarsvæðinu á þessari öld. Svo virðist sem reynt hafi verið að þagga hana niður, enda mun umrædd bilun í dælistöðinni staðið mun lengur yfir en sjálf mengunin, eða allavega frá 19. júní! 
Spurning hvort borgaryfirvöld hafi nokkuð þótt þetta það merkilegt að grípa þyrfti til almennilegra ráðstafana fyrr en í algjört óefni var komið.

Svo er auðvitað spurning hvort þessi skólpmengun hafi ekki nú þegar borist inn í hús í borginni í gegnum niðurfallskerfin, þó svo að "umhverfisstjóri" OR segi að gripið hafi verið til ráðstafana til að hindra það.

Að minnsta kosti hafa heyrst einkennilegir skruðningar víða í leiðslum undanfarna daga - og skrítin lykt (skítalykt) borist upp um niðurföll vaska, sturta og baðkara í gamla bænum í það minnsta.

En lengi má böl bæta með að benda á annað verra, segir máltækið. Á það vel við í þessu tilviki. Ástandið í skólpmálum höfuðborgarsvæðisins hafi verið miklu verra á síðustu öld (og því engin ástæða til að gera veður út af þessu?)!


mbl.is „Þetta er mjög bagalegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. júlí 2017

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 147
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband