Uppspuni!

Það er greinilegt að Mogginn er í stjórnarandstöðu, sem reyndar engum ætti að undra í ljósi þess hver sé ritstjórinn.

Þó er tónninn undarlega hvass, þ.e. fullyrðingar blaðsins um að Vinstri grænir vilji engar ákvarðanir taka né framkvæmdir leyfa. Hér gæti legið að baki óánægja við úrskurð Svandísar Svavars um að leyfa ekki virkjun neðri hluta Þjórsá að svo stöddu.

Stóriðjan er þannig enn og aftur hið mesta hjartans mál íhaldsins. Hver sá sem dirfist að leggja stein í götu hennar má vara sig!

Ekki veit ég hvaða hundur hangir á þeirri spýtu, en eitt er víst að ekkert ergir menn meira en að missa af einhverjum fjárhagslegum ávinningi. Hverjir tapa einkum á því að virkjunaráform dragist? Gæti það verið þeir suðurnesjamenn?

En eins og kemur fram í viðtali við Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra á Rás tvö í morgun er þessi frétt tómur uppspuni! Leggst þá lítið fyrir Moggann eins og svo oft áður!


mbl.is Biðla til Framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Sjálfur formaður Framsóknarflokksins staðfestir þetta í viðtalinu sem birtist í sjálfu Morgunblaðinu, if you'd bother til að kaupa áskrift þá myndirðu vita það, heldurðu að hann sé þá með í „uppspunanum“?

Magnús V. Skúlason, 8.2.2010 kl. 09:50

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Annað segir nú á eyjan.is nú í morgun. Þar hafnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, þrálátum sögusögnum undanfarinna daga um að Framsókn hefði verið boðið aðild að ríkisstjórninni.

sjá t.d. http://eyjan.is/blog/2010/02/07/sigmundu-david-framsokn-ekki-a-leid-i-rikisstjornina-med-samfylkingunni-og-vg/

Þú ættir kannski að lesa aðra miðla en Moggann - og kannski trúa ekki öllu sem þú lest þar.

Torfi Kristján Stefánsson, 8.2.2010 kl. 10:15

3 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Þetta snýst ekkert um trúverðugleika fjölmiðla, það er alveg á hreinu að það hefur verið nálgast við formann Framsóknarflokksins um þetta mál, það er síðan annað mál hvort að hann sé á leið í stjórnarsamstarfið en því hefur hann neitað staðfastlega! Í kjölfarið hefur hann lýst því yfir að honum hugnist frekar þjóðstjórn fremur en að ganga inn í arfaslökustu ríkisstjórn sem hefur setið hér síðan við stofnun lýðveldisins.

Í þessu tilfelli hafa báðir fjölmiðlar rétt fyrir sér . . . en þú hinsvegar rangt fyrir þér, í annað sinn!

Magnús V. Skúlason, 8.2.2010 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 71
  • Sl. viku: 224
  • Frá upphafi: 455225

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 185
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband