Nákvæmlega enga þýðingu?

Það er gaman að fylgjast með talsmönnum Geirsstjórnarnir vera að sverja af sér eigin verk. Og allt tal um gegnsæi og öll spil upp á borðinu er skyndilega einskis virði.

Nú er staðan svo viðkvæmt og svona upplýsingar málinu síst til framdráttar! En mér er spurn. Að hvaða leyti er staðan viðkvæm? Heldur Bjarni Ben að við getum samið upp á nýtt um alla þætti málsins? Gamla stjórnin var búin að viðurkenna ábyrgð ríkisins á innstæðureiknunum upp að tryggingarupphæðinni margumræddu - og núverandi ríkisstjórn gerði það einnig. Heldur hann að við sleppum við það núna?

Nei, ég veit ekki betur en að samningarnir núna snúist fyrst og fremst um betri vaxtakjör og sé því ekki hvernig upplýsingarnar frá Indriða geti veikt samningsstöðu okkar.

Það má Bjarni hins vegar eiga að hann er ekki að sverja þessi drög af gömlu stjórninni eins og Kristrún var að gera, enda er það hún fyrst og fremst sem situr uppi með skömmina.

Í hennar tilfelli er það ljóst að fyrir lá tvíhliða samningur við Breta og Hollendinga þar sem íslenska ríkisstjórnin viðurkenndi greiðsluskyldu sína. Um það snýst málið, en ekki hvort hún hafi verið tilbúin að borga vexti upp á 6,7% eða ekki. Sem betur fer sat gamla ríkisstjórnin ekki svo lengi að til þess kæmi.


mbl.is „Makalaust innlegg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Eitt í viðbót hvað fullyrðingar Kristrúnar varðar.

Í sameiginlegri yfirlýsingu Íslendinga og Breta/Hollendinga frá 11. október 2008, þ.e. meira en tveimur mánuðum fyrr en skjalið sem Kristrún (og Ingibjörg Sólrún) afneitar er dagsett, er gert er ráð fyrir 6,7 prósent föstum vöxtum á láni til Íslendinga. Þetta sýnir svart á hvítu að þegar í október hafi Geirsstjórnin verið búin að skuldbinda sig í málinu.

Eins og kemur fram í frétt á visir.is dag þá hefði þetta þýtt að Íslendingar hefðu þurft að greiða 40 milljarða bara í vexti í apríl næstkomandi. 

Einnig er bent á að í núgildandi Icesave lögum sé gert ráð fyrir fimm árum lengri lánstíma, 1,15 prósentustiga lægri vöxtum og engum kvöðum um afborganir hvorki á vöxtum né höfuðstól fyrstu sjö árin. Þá er hægt að segja upp núgildandi samningum, ef Íslendingar næðu t.d. betri lánakjörum annars staðar.

En þetta hefur nákvæmlega enga þýðingu eða hvað?

Torfi Kristján Stefánsson, 11.2.2010 kl. 08:02

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Torfi telurðu að þetta sé gott innlegg fyrir baráttu þjóðarinnar til þess að fá betri samninga? Er þessi grein Indriða til sjálfsþvottar til þess fallin að auka líkur á góðri niðurstöðu og samvinnu stjórnar og stjórnarandstöðu? Hvetur hún andstæðinga okkar til að gefa meira eftir? Hverju vill hann fá í verk með þessu? Hvað er það sem þér líkar svona vel við þessa birtingu? Viltu fá betri samninga og byrja á endurreisn eða viltu áfram öskra á torgum?

Getur verið að Indriða sé slétt sama um niðurstöðuna og vilji jafnvel heldur að hún verði slæm til þess að hann lýti betur út?

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 11.2.2010 kl. 09:00

3 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Sjálfsþvottar? Hann fletti aðeins ofan af blekkingarleik Kristrúnar Heimisdóttur. Átti hann að láta upplognum ásökunum hennar ósvarað?

Svo vil ég benda á að framundan er þjóðaratkvæðagreiðsla um ICEsave málið. Verður bannað að ræða það mál, þ.e. að há kosningarbaráttu vegna hennar, út af einhverri óljósri samvinnu stjórnar og stjórnarandstöðu?

Og í hverju er sú "samvinna" fólgin? Lýðskrumi stjórnarandstöðunnar, einkum gömlu stjórnarsinnunum?

Nei, það verða engir nýjir samningar fyrr en það verði tekin sameiginleg pólitísk ákvörðun um hver stefnan í samningarviðræðunum verður. Þetta ítreka Bretar og Hollendingar og setja sem skilyrði þess að taka viðræður upp á nýju.

Getur stjórn og stjórnarandstaða sameinast á þessum nótum, sem mun þá  væntanlega þýða að allir viðurkenni skuldbindingar ríkisins og skyldur vegna Tryggingarsjóðs innistæðureikninganna?

Ég er hræddur um að svo verði ekki og að stjórnarandstaðan sé enn og aftur að spila pólitískan hráskinnsleik sem þeir meina auðvitað ekkert með.

Sjáum hvað setur.

Torfi Kristján Stefánsson, 11.2.2010 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 56
  • Sl. sólarhring: 100
  • Sl. viku: 278
  • Frá upphafi: 455279

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 232
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 47

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband