Ekkert gert nýlega til að mæla flúormagn?

Ekkert virðist vera gert til að mæla flúormagn í gróðri síðan 20. maí og lítið gert til að koma þeim upplýsingum sem þó liggja fyrir til bænda - að því er ég best veit. Ekkert hefur amk komið í fréttamiðla hvað þetta varðar.

Bændur og áhugamenn um þessi mál verða því að leita sjálfir eins og ég hef gert. Á vef Búnaðarháskólans á Hvanneyri má sjá upplýsingar um þolmörk grasbíta hvað flúormörk varðar. Þetta er niðurstaðan:

Þolmörk hjá nautgripum eru oftast sett við 30-40 mg/kg þurrefnis í fóðri og 2.5-4.0 mg/lítra drykkjarvatns. Þolmörk fyrir hross eru af sumum talin vera svipuð og fyrir nautgripi. Þolmörk hjá sauðfé eru oftast sett við 70-100 mg/kg þurrefnis í fóðri og 12-15 mg/lítra drykkjarvatns. Bráð eituráhrif geta komið fram í nautgripum, sauðfé og hrossum ef magn flúors í þurrefni í fóðri fer yfir 250 mg/kg.

Magn flúors í gróðri hefur síðan verið mæld nokkrum sinnum, síðast 20. maí en þá eftir tveggja daga rigningu. Mælt var á sjö bæjum og voru þolmörkin fyrir ofan hættumörk á þremur bæjum hvað nautgripi og hesta varðar en undir hættumörkum alls staðar hvað sauðféð varðar.   http://lbhi.is/Uploads/document/Goshnappur/FluorGras_20mai2010.pdf

Síðan hefur varla rignt sem heitið getur, svo búast má við að þessar tölur séu ekki marktækar heldur eldri tölur þegar sýni voru tekin í þurrki. 17. maí voru tekin sýni á 10 bæjum en reyndar hafði rignt eitthvað sem dregur úr flúormenguninni. Voru þolmörkin fyrir nautgripi og hross yfir hættumörkum á sex bæjum. Fjórir bæir voru yfir hættumörkum hvað sauðfé varðaði og á einum bæ voru þolmörkin langt yfir mörkunum um bráð eituráhrif, þrátt fyrir rigningu. http://lbhi.is/Uploads/document/Goshnappur/Fluor_gras_17_mai2010.pdf

Á tímabilinu 10.-13. maí var ástandið mjög slæmt. Bráð eituráhrif voru á sex bæjum af 10 en hinir bæjirnir voru reyndar undir hættumörkum fyrir sauðfé en yfir hættumörkum fyrir nautgripi og hross. http://lbhi.is/Uploads/document/Goshnappur/Fluor_grassynum_10mai2010.pdf

Mér finnst fréttir sem þessar eiga erindi til almennings - og sérstaklega auðvitað til bænda. Búnaðarráðunautur Suðurlands hefur kvartað yfir upplýsingaskorti og fram kom í frétt af fyrsta slættinum á landinu, sem var á gossvæðinu, að bóndinn hafði ekki hugmynd um hvað flúormagnið væri mikið í grasinu - en ætlaði samt að gefa fóðrið í vetur!!

Mætti maður biðja um betri vinnubrögð fyrir hönd bændanna?


mbl.is Fólk haldi sig innandyra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 454855

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband