Allra samúð með Domenech

Það hafa orðið stór umskipti hvað varðar viðhorf fólks til franska landsliðsþjálfarans. Áður en uppákoman í frönsku herbúðunum varð þá var hann sökudólgurinn vegna slæms gengis Frakka en nú eru það leikmennirnir.

Allir fjölmiðlar í Frakklandi taka afstöðu gegn Anelka, fyrirliðanum Evra og franska leikmannahópnum, og telja þá vera hrokafulla og ofdekraða stráka sem séu með allt of há laun. Meira að segja hafa kynþáttafordómar komið upp og því haldið fram að þessir strákar komi úr fátækrahverfum stórborganna, afkomendur ómenntaðra og siðlausra innflytjenda - og hagi sér sem slíkir, þ.e. sem götustrákar!

Líklegt er talið að franska liðið verði mikið breytt í dag. Evra verði ekki með en menn eins og Henry og Gourcuff fái að byrja inn á í dag. Sá síðarnefndi er sagður eiga erfitt uppdráttar í liðinu. Hann sé vel uppalinn og menntaður, fágaður einstaklingur sem er sniðgenginn af hinum leikmönnunum þess vegna (og svo er hann auðvitað hvítur!).

Þá er talið að Anelka fá aldrei aftur að spila með franska landsliðinu.


mbl.is Móðir Domenech hundfúl út í Anelka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 32
  • Sl. sólarhring: 88
  • Sl. viku: 254
  • Frá upphafi: 455255

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 212
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband