Má reikna á annan hátt og jákvæðari

Þessar reikningskúnstir, sem greinilega eru gerðar til stuðnings við vælið í þeim sem tóku myntkörfulánin, og vilja nú sleppa sem allra billegast, má reikna á annan hátt. Verður útkoman þá einnig mun jákvæðari fyrir þá ef lánið verður endurreiknað eftir lægstu óverðtryggðu vöxtum SÍ en ef þeir hefðu þurft að greiða gjaldeyristrygginguna.

Þá færi lánið úr tæpum 6 milljónum niður í 1,5 milljón sem er lækkun upp á 4,5 milljón eða 75%. Eftirstöðvarnar sexfaldast því ekki eins og segir í fréttinni heldur lækka um 3/4!!

Mætti margur skuldarinn vera ánægður með það. En mikill vill meira og helst ekki endurgreiða neitt.

Enda er þetta orðið motto hrunaþjóðarinnar, að bera enga ábyrgð á eigin lántökum, ekki frekar en útrásarvíkingarnir, eða þeir sem vilja ekki borga ICESAVE.

Fleiri og fleiri kyrja sama sönginn: "Við borgum ekki, við borgum ekki, við borgum ekki neitt"!

Var það þetta sem búsáhaldabyltingin gekk í raun út á? Voru það stórskuldarnir sem þar voru saman komnir til að mótmæla hruninu í von um að losna við að endurgreiða neitt af lánum sínum?

Nei, varla! Til þess var alltof mikið af ungu fólki úti á götunum, fólki sem var og er ekki enn byrjað að taka þátt í neyslukapphlaupsbrjálæðinu. Það var þarna til að mótmæla því að skuldum bruðlaranna væri velt yfir á það.

Þarf þetta unga fólk að fara aftur út á göturnar, ásamt okkur hinum sem sitjum uppi með stórhækkuð verðtryggð húsnæðislán án þess að fá nokkra leiðréttingu, til að mótmæla gjöfinni til myntkörfulánaranna og að þar með verði þessum skuldum velt yfir á það (og okkur) í framtíðinni?

Það eina sem farið er fram á hér er sanngirni, að allir skuldarar sitji við sama borð og borgi sömu vexti af lánum sínum, hvort sem þau voru gengistryggð eða verðtryggð.


mbl.is Eftirstöðvar sexfaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Er þá ekki rétt að leggja allar skuldir heimilanna saman og deila svo í útkomuna með fjölda skuldaranna og þá sitja allir við sama borð og borga jafnt?

corvus corax, 24.6.2010 kl. 07:11

2 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Þú fellur fyrir því sem pakkið vill - það vill einmitt etja okkur saman (verðtryggð vs. gengistryggð) til þess að beina athyglinni frá sjálfu sér. Almenningur verður vonandi ekki eins og hauslausir kjúklingar í öllum áróðrinum sem er verið að bera í okkur. Leiðrétting á gengistryggðum lánum á ekki að útiloka leiðréttingu á verðtryggðum lánum, það er svo einfalt.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 24.6.2010 kl. 07:17

3 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Eflaust! En svo er auðvitað komið í ljós að það eru ekki heimilin sem skulda mest af þessum gengistryggðu lánum heldur sjávarútvegsfyrirtæki og jafnvel sveitarfélögin, eins og kemur fram í annarri frétt hér á mbl.is nú í morgunsárið.

Þannig að talsmaður neytenda og samtök heimilanna eru alls ekki réttnefni.

Það er enginn talsmaður neytenda til almennt (enda framsóknarmaður sem skipaði sjálfan sig í hlutverkið!) né samtök flestallra heimilanna heldur í raun einungis talsmenn og samtök stórra hagmunaaðila eins og sjávarútvegisfyrirtækjanna fyrst og fremst.

Það er hlálegt að þessi fyrirtæki, sem eru að fá lánaskuldir sínar hjá bönkunum niðurfelldar meira og minna (án þess að þurfa að stokka upp hjá sér), eru einnig að fá gengistryggðu lánin felld niður í næstum ekki neitt.

Þetta minnir mann á verk hrunstjórnarinnar sem, rétt fyrir fall hennar, borgaði allar innistæður á peningamarkaðsbréfunum í topp þó svo að vitað væri að þeir sem ættu þær voru meira og minna sömu aðilarnar sem skulduðu bönkunum stórfé og fellu þá (rændu þá innan frá).

Þetta athæfi þá varð til þess að okkur bíður himinháar skaðabótakröfur erlendis frá fyrir að mismuna innistæðueigendum.

Og nú, ef ætlunin er að afskrifa öll gengistryggðu lánin, bíður almenningi sama súpan. Öllum skuldunum verður velt yfir á okkur.

Torfi Kristján Stefánsson, 24.6.2010 kl. 07:28

4 identicon

Corvus Corax; ertu eitthvað geðbilaður?!

Með þessari aðferð þinni væru þeir sem skulda ekkert eða lítið þvingaðir til þess að taka beint við skuldum annarra. Þetta er rugl og kommúnismi af verstu sort, hvort sem þú áttar þig á því sjálfur eða ekki.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 07:33

5 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

@Þorgeir: Athugasemdin hans Hrafns er ekki útí hött enda erum við að borga áhættu- og gamblingskuldirnar þeirra Bónus- og Björgúlfsfeðga. Og það er vissulega „rugl og kommúnismi af verstu sort, hvort sem þú áttar þig á því sjálfur eða ekki.“

Og það er ég ekki tilbúinn til að borga.  Á hinn bóginn hafa húsnæðislánin mín hækkað svo að enda þótt ég standi í skilum er ekkert svigrúm lengur, ekki til læknisferða hvað þá meira.  Mikið er ég nú feginn að skjalborgin er eins höggþétt og raun ber vitni.

Ragnar Kristján Gestsson, 24.6.2010 kl. 08:11

6 identicon

Ein leiðrétting, Flest  sjávarútvegsfyrirtæki  og mörg hinna stærri fyrirtækja og sveitarfélög tóku sjálf erlend lán beint að utan í gegnum erlendan banka, einnig að þau eru að selja sínar afurðir í erlendri mynt og því standa þau betur að vígi en maðurinn á götunni sem fær greitt í Ísl. kr. og þarf að kaupa erlenda mynt til að greiða af lánunum. Sveitarfélögin mörg hver geta ekki nítt sé þennan dóm, hafi þau tekið sjálf lán erlendis eða  með milligöngu íslensks banka. Þau eru ekki gengistryggð heldur með gengisáhættu og á því er munur.

Lárus Ingibergsson (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 08:15

7 identicon

Mikið er ég sammála Jónínu...þetta er akkúrat það sem er að gerast og því miður þá tekur fólk þátt í þessu sbr. bloggið frá Torfa.

Sissa (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 08:50

8 Smámynd: corvus corax

Þorgeir, Hrafninn gengur enn laus og er með vottorð upp á geðheilbrigði sitt. Athugasemd mín hér fyrir ofan um að dreifa skuldum þjóðarinnar jafnt er meinhæðni í beinu framhaldi af síðustu málsgrein Torfa bloggara þess efnis að það eigi að refsa þeim sem unnu hæstaréttarmálið með því að setja á lánin þeirra verðtryggingu vegna hinna sem ekki tóku gengistryggð lán. En Torfi segir orðrétt: "Það eina sem farið er fram á hér er sanngirni, að allir skuldarar sitji við sama borð og borgi sömu vexti af lánum sínum, hvort sem þau voru gengistryggð eða verðtryggð."

corvus corax, 24.6.2010 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 71
  • Sl. viku: 298
  • Frá upphafi: 455300

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 250
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband