Illur aðbúnaður

Það er merkilegt hvernig fjölmiðlar taka á þessu máli - og ekkert heyrist í dýraverndunarsamtökum eða yfirdýralækni. Er það ekki í fyrsta sinn sem tekið er á hrossaeigendum með silkihönskum.

Fyrir það fyrsta hlýtur útiganga hrossa um hávetur að teljast vera illur aðbúnaður fyrir þau, nema að þau hafi sérstaklega gott skjól og aðgengi að nægu fóðri. Auk þess þurfa þau auðvitað að vera innan girðingar sem heldur þeim.

Ekkert veit ég um fóðrið en yfirleitt fara hross ekki á ráf nema vegna fóðurleysis (svengdar). Hitt virðist nær örugglega ekki hafa verið fyrir hendi. Engin girðing til að hindra för þeirra út á tjörnina og lítið sem ekkert skjól til að standa af sér óveður eins og það sem skall á á laugardaginn.

Ég myndi persónulega segja þetta vera dæmi um illa meðferð á skepnum og gef lítið fyrir samúðartal eigendanna í garð hrossa sinna. Þeir bera ábyrgð á skepnum sínum og sú ábyrgð brást þarna illilega.

Hins vegar virðast hrossabændur og -eigendur njóta nær takmarkalausrar verndar í þessu samfélagi og geta hagað sér nær alveg eins og þeim sýnist í umgengni við dýr sín. Dýraverndarsamtök hefðu hins vegar eflaust kallað þetta dýraníð og kært það sem slíkt ef einhverjir aðrir dýraeigendur ættu í hlut.

 


mbl.is Hestarnir allir komnir á þurrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 245
  • Frá upphafi: 455361

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 195
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband