Það brugðust fleiri en þjálfarinn!

Ég mundi nú segja að fleiri en Aron hafi brugðist, ekki síst íþróttapressan.

Hún var allan tíma á meðvirknisnótunum sama hvernig gekk. "Þetta fer allt saman vel", "menn í toppstandi" og "Aron Pálmarsson er einhver besti handboltamaður í heimi".

Svo þegar upp er staðið og niðurstaðan var og er fíaskó, þá koma íþróttafréttamennirnir og sjá skyndilega að eitthvað var að - og þykjast vita hvað það var: þjáfarinn.

Hann er samt sá hinn sami og hefur verið í þrjú ár og átt erfitt uppdráttar allan tímann.

Eitt gott mót eins og kemur fram í greininni en þá neyddist Aron til að nota ungu menninar Rúnar Kára og Ólaf Guðmunds vegna þess að Arnór Atla og Aron P. meiddust. Niðurstaðan var 5. sætið. Svo komu "gömlu" mennirnir aftur og það seig á ógæfuhliðina. Ungu mennirnir fengu ekkert að spila og liðið lék illa.

Þetta sást svo greinilega í æfingarleikjunum fyrir mótið. Stórt tap gegn b-liðinu Portúgal og þó vorum við með alla okkar reynslubolta (nema Arnór A.). Seinni leikurinn vannst því þá þorði Aron K. að stefna fram ungu mönnumum. Sama gerðist í æfingarleikjunum gegn Þjóðverjum. Unga liðið (+ Arnór A) vann en reynsluboltarnir töpuðu.

Og hvað gerðist svo á EM? Reynsluboltarnir spiluðu alla leikina en menn eins og Rúnar og Ólafur fengu varla að koma inná.

Af hverju? Grunur minn er sá að það hefur myndast mjög hörð klíka í leikmannahópnum sem þjálfarinn er hræddur við og þorir ekki að rísa gegn. Það er menn eins og Snorri, Róbert, Guðjón Valur, Aron P. og fl. Þeir tveir fyrstnefndu fá að spila alveg ótrúlega mikið þrátt fyrir að vera greinilega veikir hlekkir í liðinu. Og enginn segir neitt heldur þvert á móti. Fjölmiðlarnir tala um þessa tvo sem einhverja bestu leikmenn í sínum stöðum sem Ísland hefur átt.

Mín skoðun er því sú að það þurfi ekki aðeins að skipta út þjálfaranum heldur einnig gömlu klíkunni í liðinu - og reka flesta íþróttafréttamennina. Þeir sem hafa komið að umfjöllun um íslenska karlaliðið í handbolta hafa staðið sig verst allra.

Ef þeir sjá ekki sóma sinn í að segja upp, ættu þeir í það minnsta að hafa vit á því að þegja.

Að lokum: Frakkar eru yfir 20-5 í hálfleik gegn Hvít-Rússum! Hvernig væri staðan ef við hefðum komist áfram en ekki Hvít-Rússarnir og væru að spila gegn Frakklandi? Verri en í leiknum gegn Króötum?

Já, við íslenskir handknattleiksáhugamenn megum teljast heppnir að íslenska liðið er fallið úr keppni. Við þurfum þá ekki að þjást lengur.


mbl.is Þráðurinn er slitinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 70
  • Sl. viku: 299
  • Frá upphafi: 455301

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 251
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband