Lýðskrum!

Nú á að fara að sýna hörku til að ganga í augun á lýðnum. Við munum aldrei borga þessa Icesave-reikninga vegna þess að það var einkafyrirtæki, ekki íslenska ríkið, sem stofnaði til þeirra.

En er það virkilega svona einfalt? Leyfði ekki Fjármálaeftirlitið, sem er jú ríkisstofnun, Landsbankanum að stofna þessa reikninga í Bretlandi vitandi um jafnræðisreglu innri markaðar Evrópusambandsins, sem við höfum skrifað undir sem EFTA-þjóð, og að hún gilti einnig fyrir okkur?

Jafnræðisreglan gengur út á það að ekki megi mismuna innlánseigendum eftir þjóðerni eða eftir þeim löndum sem starfsemi þarlendra banka er rekin í. Þetta þýðir að eigendur Insave-reikninganna á Bretlandi hafa sama rétt á greiðslu á innistæðu þeirra og eigendur sparisjóðsreikninga hér innanlands.

Þetta hjóta íslenskar eftirlitssofnanir og stjórnvöld að hafa vitað. Því er ábyrgðin þeirra. Ef þeir hafa ekki vitað þetta þá er það ófyrirgefanleg vanrækslusynd og heimska, og kallar á tafarlausa brottvikningu!

Svo er auðvitað spurningin hvort nýjasta uppákoman í þessum farsa, það að bankarnir hafi greitt út úr peningarsjóðum sínum með skattpeningum landsmanna, hafi ekki skuldbundið ríkið enn meira?

Ég tel að við verðum að leita að sökudólgunum hér heima en ekki á Bretlandseyjum. Af nógu er þar að taka. Ég legg til að Jónas Jónsson hjá Fjármálaeftirlitinu verði fyrstur látinn taka pokann sinn - og síðan Seðlabankastjórninn eins og hún leggur sig. Þá er komið að ríkisstjórninni, ekki síst bankamálaráðherra, fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Geir mætti fara fyrstur þeirra mín vegna.

 


mbl.is Við hættum frekar við lánið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Það má bæta við þetta að hér er Geir Haarde líklega vísvitandi að blekkja þjóðina með því að halda því fram að ófrágengin lán frá öðrum löndum tefji fyrir afgreiðslu lánsins hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Lánið sé skilyrt því að önnur lönd komi einnig að málum.

Áður hafði hann jú sagt að ekki sé hægt að ganga frá lánum frá öðrum þjóðum fyrr en gengið hefði verið frá láninu frá IMF.

Hvort ætli sé nú réttara?

Samkvæmt forsíðufrétt í Fréttablaðinu í morgun staðfestir nefnilega yfirmaður í sænska Seðlabankanum það sem Geir hélt fram fyrst, að norrænu Seðlabankarnir biðu eftir afgreiðslu sjóðsins og gerðu ekkert fyrr en niðurstaða hans lægi fyrir.

Í ljósi þess hversu Geir hefur orðið oft tvísaga að undanförnu - og í ljósi fyrri ummæla hans um málið - þá vil ég leyfa mér að draga þá ályktun að Geir sé núna að ljúga vísvitandi að þjóðinni.

Þetta framferði er ekki lengur aðeins fyrirlitlegt í lýðræðislegu og opnu samfélagi heldur einnig orðið hreint og beint pínlegt fyrir alla aðila.

Er ekki kominn tími til að maðurinn stígi til hliðar og leyfi öðrum að komast að, áður en hann verður sér sjálfum til athlægis og þjóðinni til ævarandi skammar?

Torfi Kristján Stefánsson, 7.11.2008 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 187
  • Frá upphafi: 455114

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 160
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband