Verður þetta stefnuskrá nýju stjórnarinnar?

Ekki lýst mér nú á það lagsmaður. Stefnuyfirlýsingarplagg sem er fullt af frösum en með engar beinar tillögur um framkvæmdir. Ég er hræddur um að VG eigi erfitt með að kyngja þessu ef þetta á að vera stefna Vinstri stjórnarinnar. Þá vekur athygli hversu seint Samfylkingin vill kjósa eða í lok maí. Kíkjum aðeins á þetta:

1. Efnahagsáætlun ríkisstjórnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) verði fylgt. Það þýðir einfaldlega að vextir verði áfram 18% eða allt að því. Þetta gengur auðvitað ekki upp.

2. Breytingar á stjórnarskrá hvað varðar fullveldi og auðlindir þjóðar gerir það eitt að verkum að hægt verður þá að sækja um aðild að ESB. Slíkar breytingar eru ekki það sem er mest knýjandi nú.

3. Um þriðja atriðið verða varla miklar deilur, þ.e. að skipt verði um yfirstjórn Seðlabanka Íslands.

4. Þegar er búið að framkvæma þennan liði, að skipta um yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins.

5. Menn hljóta að fagna niðurfærslu veðskulda fjölskyldna vegna íbúðalána. Hins vegar þýðir það mjög aukin útgjöld ríkissjóðs, sem kallar á aukinn hátekjuskatt og aukinn skatt á fjármagnseigendur - og almennt harðara skattaeftirlit. Er Samfylkingin tilbúin til þess?

6. Bjargráðasjóður heimilanna er settur undir sömu skilyrði, þ.e. kalla á aukin útgjöld ríkissjóðs (og niðurskurð óþarfanum en þar er af nógu að taka). Enn vantar raunhæfar tillögur um tekjuöflun (og niðurskurð annars staðar) til þess, þó svo hér komi loksins fram eitthvað bitastætt: "Leitað verði leiða um fjármögnun sjóðsins sem feli í sér aðkomu auðmanna, sem báru ábyrgð á hruni bankakerfisins og tímabundið viðlagagjald sem leggist á þá sem hafa háar tekjur." Þó lýst mér hvorki á orðalagið "aðkoma auðmanna" né "tímabundið viðlagagjald". Auðmennirnir mun auðvitað aldrei láta eyri af hendi með góðu svo eignaupptaka er eina ráðið. Þá er sjálfsagt að stórhækka hátekjuskattinn í stað þess að vera með eitthvað tímabundið viðlagagjald!

7. Um þennan lið gildir einnig það sama. Þörf er að stórauknum útgjöldum ríkissjóðs sem hlýtur jafnframt að kalla á stóraukin niðurskurð á einhverjum sviðum. Engar tillögur koma fram hér um það enda gæluverkefni Ingibjargar Sólrúnar eflaust þá í hættu. Má þar nefna Varnarnálastofnun sem fær 800 milljónir á ári fyrir algjörlega óþarft eftirlit. Leggja þarf hana niður og allt það sem tengist samstarfinu við NATO (athuga einnig með glæpafyrirtækið Flugstoðir). Fækka þarf sendiherrum og selja fleiri rándýra sendiherrabústaði út um allan heim. Leggja niður sérsveit lögreglunnar. Fleiri ábendingar hljóta að koma fram næstu daga.

8. Þessi liður er einnig óljós. Hvaða skuldsettu fyrirtæki fá fyrirgreiðslu og hvernig getur ríkisstjórnin fylgst með að bankamennirnir deili slíku fé út af réttlæti? Það er fyrir löngu ljóst að enn er ekkert eftirlit með starfsemi og útlánum bankanna. Það verður að setja þeim ákveðnar reglur og gera eins og Gylfi Magnússon leggur til, alls ekki styrkja fjármögnunarfyrirtækin.

9. Breytingar á skipan ráðherra og ráðuneyta eru auðvitað sjálfgefnar nú.

10. Kosningarnar fara fram allt of seint (29. maí!). Þær þurfa að fara í síðast lagi fram í mars eða byrjun apríl eins og Steingrínmur J. hefur lagt til. Samfylkingin hefur ekkert umboð kjósenda sinna lengur og þar þarf að stokka upp sem fyrst. Þjóðaratkvæðagreiðslan um aðildarviðræður geta farið fram seinna á árinu eða á því næsta - ef meirihluti þingmanna næsta þings er því sammála.

Það er mikilvægt að kjósa sem fyrst. Ef ekki þá getur þessi stjórn allt eins setið til loka kjörtímabilsins.

 

 


mbl.is Samfylkingin setti tíu skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,

Verið er að leggja til að Alþingi götunnar taki til starfa, með orðalaginu "aðkomu auðmanna sem báru ábyrgð á hruni....." Hvað þýðir þetta ?  Er búið að dæma einhvern "auðmann" fyrir "ábyrgð" ? Eða á að snúa sönnunnarbyrgðinni við, þeir sem t.d. Hörður Torfason telur seka og að séu auðmenn, verði að sanna t.d. innan 4ja vikna að þeir hafi ekki borið ábyrgð og að þeir séu ekki "auðmenn", hvað sem það orðtak nú þýðir.  Þetta er léleg lögfræði og ekki stjórnmálaflokki sæmandi, bara gert til þess að slá ryki í augu fólks. Auðvitað sagði Geir nei við svona vitleysu. Svo er það merkilegt hvað ríkissjóður er skyndilega orðin mikil uppspretta fjár sem virðist bara detta af himni ofan.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 09:46

2 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Sæll sjálfur!

Er ekki best að byrja á því að hraða málsókn á hendur þessara aðila? Meðan hægri stjórnin sat við völdin var ekkert gert. Fjármálaeftirlitið stakk öllu undir stól, neitaði að segja frá því hvað það var að gera (svo talar einn lögmaður stofnunarinnar að unnið hafi verið af "miklum dugnaði"!), Seðlabankinn gerði auðvitað ekkert, ekkert hefur heyrst frá rannsóknarnefndinni og hægri maður skipaður sérstakur saksóknari!

Er nema von að Alþingi götunnar vilji taka af skarið - og m.a.s. Samfylkingin til að lækka öldurnar í eigin ranni?

Hraða ber þessari rannsókn eins og frekast er hægt og frysta á meðan allar eigur þessara manna, manna eins og Ólafs Ólafssonar, Björgúlfanna og Jóns Ásgeirs, til að koma í veg fyrir undanskot. Þá verður að stöðva allar fyrirgreiðslur til þeirra, afléttingu skulda o.s.frv. með það að markmiði að yfirtaka fyrirtæki þeirra upp í þessar skuldir.

En krafan er auðvitað fyrst og síðast þessi: Í fangelsi með glæpalýðinn.

Torfi Kristján Stefánsson, 27.1.2009 kl. 11:07

3 Smámynd: Anna

Það er margir aðilar sem voru þátttakendur í hruni landsins. Er fólk ekki buið að átta sig á því að við erum gjalþrota. Að reka rikisstjórn er eins og að reka heimili. Þú ferð yrir depet og creted mánaðlega. Hvað er svo eftir til þess að spila úr þegar allt hefur verið greitt. Eins og staðan er í dag ekki mikið.

Við megum þakka fyrir að ríkisstjórnin getur enn borgað laun kennara og lækna og hjúkrunarfólks.

Við fengum lán frá AGS með því skilyrði að við borguðum Icsave skuldina. Sem við höfum ekki gert. Nú ef við gerum það ekki mun þetta lán ganga til baka til AGS. Viljum við það. Þetta mál þarf ríkisstjórnin að gangast í sem fyrst. Ef hun fær þá vinnu frið til þess.

Nú eru að koma kosningar. Það var okkar ósk. Þá vonandi fáum við að kjósa menn enn ekki flokka.

Einnig þarf að yfirheyra bankastjóra og stjórnarformenn sem ég tel tóku stóran þátt í hruninu. Þeir þurfa að gera hreint fyrir sínum dýrum. Ég tel að ríkisstjórnin hafði ekki hugmynd um hvaða lántökur bankarnir voru að veita. En aftur á móti átti Fjármálaeftirlitið að vita það. Bankarnir fengu að vinna stjórnlaust án efitlits.

Það hefur komið upp á daginn að landið er stjórnlaust  þar sem allt hefur verið leyfilegt. Það þarf að setja her skírann ramma og lagarákvæði um vinnubrögð bankanna. Það er engin spurning.

Í sambandi við sparnað mætti byrja á því að fækka her bönkum. Fyrittækisbílum bónusum, og annað slíkt sem er að mjólka kerfið.

Einnig ættu menn Fjármálaeftirlitsins að endurgreiða laun sín fyrir að vera óhafir í starfi.

Anna , 28.1.2009 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 454854

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband