Af hverju að sækja fyrst um aðild og spyrja svo ...?

 

Til hvers að vera að sækja um aðild ef maður veit ekkert hvað er verið að sækja um? Það hefur heldur aldrei verið gert fyrr af nokkurri þjóð svo ég viti.

Þjóðaratkvæðagreiðslurnar í Noregi (og í Svíþjóð) snérust um það hvort sækja skyldi um aðild eða ekki á þeim forsendum sem þá lágu fyrir - en ekki um skilmálana sem settir voru af hálfu ESB.

Ég held einnig að það liggi nú mjög vel fyrir hvað aðild að ESB hefur í för með sér. Óvissuatriðin eru fá og myndin verður sífellt skýrari, nú seinast um óánægju nýju ríkjanna um að ekki sé hlustað á þau.

Gallarnir við aðild að ESB eru einkum þeir að lýðræðið líður fyrir þetta. Það er miklu lengri leið til Brussel en til Reykjavíkur fyrir landann. Því skil ég ekki af hverju Borgarahreyfingin vill skoða ESB-aðild þar sem helsta áhugamál þeirra, þjóðaratkvæðagreiðslur, eru ekki leyfðar innan bandalagsins.

Auk þess er Evrópusambandið hreinræktað frjáls-markaðshyggjuhagkerfi þar sem hagsmunir stórfyrirtækja og "atvinnurekenda" eru teknir fram fyrir hagsmuni launafólks. Gott dæmi er nýja þjónustutilskipun sambandsins sem nú er verið að þröngva upp á okkur og Norðmenn. Hið frjálsa, opna markaðskerfi sem ESB prédikar er hluti af þessari frjálshyggju.

Í þriðja lagi þá er umhverfisstefna Sambandsins stórhættuleg. Hún byggist á síauknum hagvexti og þar með síaukinni neyslu, sem leiðir svo til aukinnar mengunar, ofhitnunar og umhverfistjóns nú þegar aldrei er meiri þörf á að draga úr neyslu.

Meiri óvissa ríkir um sjávarútvegs- og landbúnaðarstefnuna en samkvæmt nýjustu fréttum verða litlar sem engar undanþágur leyfðar frá núverandi stefnu hvað sjávarútveginn varðar.

Framsókn er svo örvæntingarfull hvað landbúnaðarmálin varðar að hún krefst þess að íslenskur landbúnaður hljóti vernd sem heimsskautafyrirbæri!! Líkindin fyrir að sú krafa nái í gegn, og þar með stuðningur Framsóknar við aðildarumsókn, er nánast engin!

Að sækja fyrst og spyrja svo er því eins ósiðlegt og að skjóta fyrst og spyrja svo. En spurningar um siðferði hafa nú ekki verið að trufla kratana mikið síðustu misserin, a.m.k. ekki í stjórnarsamstarfinu með íhaldinu, svo kannski er ekki nema von að þeir láti svona ennþá.


mbl.is Ný ESB-ríki segja lítið á sig hlustað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í sumum löndum var það ríkisstjórnin sem ákvað að sækja um aðild, ekki fólkið.

Ingi Hall (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 17:33

2 identicon

Þetta er ekki rétt hjá þér.

Kosningin í Svíþjóð var um samninginn (skilmálanna) enda var Svíþjóð orðið meðlimur tæpum tveimur mánuðum eftir kosningarnar.

Asgeir Palsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 17:54

3 identicon

Svíar sóttu um aðild í júlí 1991
Aðildarviðræðurnar hófust í febrúar 1993.
Í nóvember 1994 var þjóðaratkvæðagreiðsla um samninginn og í janúar 1995 var Svíþjóð orðin aðildarþjóð.

Það hefði aldrei verið samþykkt hér að greiða atkvæði bara um viðræðurnar enda hljóta flestir að sjá hvað það er kjánalegt. Að greiða atkvæði um eitthvað sem ekki er vitað.

Asgeir Palsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 18:25

4 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Hvað meinarðu með að "þjóðaratkvæðagreiðslur séu ekki leyfðar innan bandalagsins"? Hvaða þvæla er þetta? Írar eru nýbúnir að fella Lissabonsáttmálann í þjóðaratkvæðagreiðslu vegna ákvæða um að fóstureyðingar yrðu þá löglegar. Evrópusambandið hefur engin völd til að banna þjóðum að halda þjóðaratkvæðagreiðslur. Síðast þegar ég vissi var það krafa sambandsins að taka ekki inn ný aðildarríki nema að lokinni samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Páll Geir Bjarnason, 29.4.2009 kl. 01:56

5 identicon

ESB er brautryðjandi og forystuafl heimsins í umhverfismálum. Án ESB væri ekki Kyoto eða Ríó sáttmálarnir og reyndar fátt af því sem þó hefur verið að gerast í umhverfismálum síðasta áratugar. - Þú bara steypir og bullar Torfi. Ættir kannski aðeins að kynna þér málin.

Gunnar (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 03:09

6 identicon

Ein grunnregla ESB er að „hverju máli skal stjórna eins nærri vettvangi og hægt er“. Það merkir oft að mál sem verið hafa hjá ríkisstjórnum færast til sveitstjórna þ.e. nær fólkinu en áður.

Önnur er að „sameiginleg vandamál krefjast sameinginlegra lausna“ sem merkir að aðeins slík mál „sameiginleg vandmál“ semja þjóðirnar um í Brussel. - Svo með ESB færast sérmál nær en oft áður en mál sem eru sameiginleg með öðrum ESB-löndum eru leyst með okkar aðkomu í Brussel.

Gunnar (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 03:20

7 identicon

Var að kanna fullyrðingu þína um "Þjóðaratkvæðagreiðslurnar í Noregi snérust um það hvort sækja skyldi um aðild eða ekki á þeim forsendum sem þá lágu fyrir - en ekki um skilmálana sem settir voru af hálfu ESB."

Hún er einnig röng. Norðmenn greiddu atkvæði um samninginn, en felldu vegna óanægju með landbúnaðar- og sjávarútvegsmálin.

Asgeir Palsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 09:11

8 identicon

Menn er snöggir til þegar þarf að verja ESB. Enda liggur mikið undir. Afsal þjóðlegra réttinda okkkar! Og lygarnar eru áberandi sem eflaust eiga eftir magnast enn meira ef farið verður í aðildarviðræður.

Dæmi um þær hér eru fullyrðingar um að ESB sé leiðandi afl í umhverfismálum og leggi áherslu á nærlýðræði! Það getur svo sem vel verið að slíkar klaustur sé að finna í einhverjum skjölum ESB. En reyndin er allt önnur eins og allir vita. Valdið færist frá einstaka ríkjum til skriffinnskubáknsins í Brussel og hin hráa markaðshyggja bandalagsins gerir alla umhverfisvernd mjög erfiða. 

Auk þess er alls ekki kosið um einstøk mál innan hvers lands í ESB utaf fyrir sig, heldur gildir tilskipunin frá Brussel. Þetta vita allir og kom skýrt fram í þjónustutilskipun ESB sem stuðingsmenn hennar töldu vera ómögulegt að hafna. Við eigum engra annarra kosta völ en að segja já og amen.

Reyndar getur hins vegar vel verið að þetta sé rétt sem Ásgeir bendir á, þ.e. að fyrst hafi verið gengið til samningar við ESB í Noregi og Svítjóð og svo farið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það breytir þó ekki því að við höfum nægar upplýsingar nú þegar um hvað okkur standi til boða til að geta tekið afstöðu. Og við vitum af síðustu skoðanakönnun um ESB að meirihluti þjóðarinnar, eða 54,4% landsmanna, eru andsnúin því að hefja aðildarviðræður við ESB.  Andstaða fólks á landsbyggðinni er enn meiri. Þetta kemur í fram í könnun Fréttablaðsins 11. apríl sl.

Greinilegt er að áhugi fólks á ESB aðild fer ört dvínandi.  Þannig er það ekkert skrýtið að kratarnir vilja fara í viðræður fyrst - og reyna að kasta ryki í augum almennings áður en greidd eru atkvæði.

Liðlega 70% stuðningsfólks VG er andvígt aðildarviðræðum svo það er klár svik við kjósendur ef flokksforystan lætur undan þrýstingi krata í þessu grundvallarmáli flokksins.

Þá eru mjög skiptar skoðanir innan Framsóknarflokksins um málið  en þó er meirihluti stuðningsmanna flokksins andvígur aðildarviðræðum.

Samfylkingin virðist ein ákøf í að fara í aðildarviðræður, en 86,5% stuðningsmanna flokksins vilja það.

Leyfum þjóðinni að ráða ferðinni og þþegar frá upphafi.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 181
  • Frá upphafi: 455153

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 152
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband