Úr stefnuskrá Vinstri grænna í Rvík fyrir kosningarnar 2014 - og efndirnar

Fyrst þetta göfuga markmið: "Stefnuskrá Vinstri grænna byggir fyrst og fremst á samfélagslega ábyrgri nálgun gagnvart innviðum og umgjörð samfélagsins. Stærstu viðfangsefni borgarstjórnar á næsta kjörtímabili verða að sporna gegn sívaxandi fátækt og ójöfnuði ...".

Svo nánar útfært svo sem þetta um húsnæðismál (spurning um efndirnar!): "Tryggjum fjölbreytta uppbyggingu íbúða, blandaða byggð og félagslega fjölbreytni. Stuðlum að stofnun húsnæðissamvinnufélaga og leigufélaga sem rekin eru á samfélagslegum grunni, mögulega með beinni aðkomu borgarinnar. Núverandi þarfagreining sýnir brýna þörf fyrir litlar og meðalstórar íbúðir miðsvæðis í Reykjavík. ... Byggjum 2500 leigu- og búseturéttaríbúðir á kjörtímabilinu og vinnum raunhæfa áætlun um útrýmingu biðlista hjá þeim 550 sem teljast í brýnni þörf eftir félagslegu leiguhúsnæði á kjörtímabilinu."

Um ferðaþjónustuna (og efndirnar?): "Tökum vel á móti ferðamönnum og tryggjum nægt framboð sé af gistirýmum en dreifum þeim skynsamlega um borgina. Tryggja þarf blöndun íbúðabyggðar, verslana og þjónustu og ferðaþjónustu í miðborginni."

Og svo þetta um umhverfið og skiplagsmál (þar sem efndirnar hafa verið hvað minnstar?): "Nauðsynlegt er að leita leiða til að endurskoða skipulag þar sem gefnar hafa verið heimildir fyrir of miklu byggingarmagni, eða þar sem samþykkt hefur verið að láta menningarminjar víkja fyrir nýrri byggð."

Hvað þetta síðasta varðar hefur skipulagið alls ekki verið endurskoðað heldur byggingarmagnið aukið stórlega eins og greint er frá í þessari frétt! Og menningarminjarnir víkja sem aldrei fyrr fyrir nýrri byggð.

Þannig er Vg gengið í björg kapitalsins, verktakanna og lóðabraskarana og gerst sjálfir stórtækir í braskinu í samstarfinu við Samfylkinguna, Bjarta framtíð og Pírata í borginni.
Og fyrst svo var komið var stutt skref að fara alla leið í landsmálunum ...


mbl.is 750 íbúðir og tvöfalt byggingarmagn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varla gott að fara til Konyaspor!

Liðið er nú í 3. neðsta sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar og þannig í mikilli fallhættu.
Lið Ólafs Inga, Karabükspor, er neðst!


mbl.is Jón Guðni gæti farið frá Norrköping
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðu hljótt um þetta samkomulag!

Það hefur verið furðu hljótt um þetta sam­komu­lag á milli Íslands og Banda­ríkj­anna frá lok júní á síðasta ári, sem nú er verið að upplýsa um - sem þýðir aukna viðveru bandarísks herliðs hér á landi. 
Eins og venjulega hjá Kananum er þetta "óvininum að kenna", þ.e. Rússagrílunni beitt enn og aftur. 

Þetta gleypa VG-liðar hrátt - og virðast koma af fjöllum um þetta samkomulag. Kom það kannski ekki til umræðu á þingi í fyrra heldur var ákveðið einhliða í utanríkisráðuneytinu? Og inn í slíka stjórnsýslu gengur VG án þess að blikna né blána!

Ráðherrastólarnir skipta greinilega meira máli en gömlu prinsip-málin. Hvað næst?
Lýsir ríkisstjórnin undir forsæti Vg næst yfir stuðningi við "algjöra eyðileggingu" Norður-Kóreu sem Kaninn, undir forsæti hins tryllta Trumps, er að boða þessa daganna?


mbl.is NATO á flugskýlið en Bandaríkin borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í landsliðið með hann!

Í ljósi þess hve miðjumennirnir í íslenska landsliðinu stóðu sig illa í æfingarferðinni til Katar fyrir skömmu er meira en sjálfsagt að taka Guðl. Victor inn í landsliðshlýjuna. Lið hans er í 3. sæti svissnesku deildarinnar og hann leikur alla leiki þess.

Til samanburðar má nefna að Rúnar Már Sigurjónsson, sem hefur verið viðloðandi landsliðið undanfarið, hefur lítið leikið með liði sínu Grasshopper, sem er mun neðar á svissnesku stigatöflunni en Zürich.
Aðrir, sem hafa verið teknir framyfir Guðl. Victor, hafa einnig verið að spila lítið, menn eins og Birkir Bjarnason, Ólafur Ingi Skúlasom (sem að auki er í slöku tyrknesku liði), Arnór Ingvi Traustasom (sem ekkert fær að spila) og Theódór Elmar, sem er kominn í tyrknesku b-deilina sem er ekki hátt skrifuð.

Lansliðsþjálfarinn hefur undanfarið verið að kvarta yfir nokkrum leikmönnum landsliðsins og ætti því að prófa nýja leikmenn, menn eins og Guðl. Victor.
Tíminn til að prófa nýja menn er naumur, enda ekki langt í HM. Því er um að gera að byrja sem fyrst ...


mbl.is Mikilvægt fyrsta mark og valinn bestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2017
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 218
  • Frá upphafi: 455368

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 178
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband