Hvað með þéttingu íbúðabyggðar?

Þetta er enn ein staðfestingin á því að þétting íbúðabyggðar í Reykjavík sé einungis innantómt slagorð í munni forráðamanna borgarinnar.
Þarna væri alveg tilvalið að reisa íbúðabyggð sem er miðvæðis í Reykjavík og stutt að fara á helstu vinnustaði borgarinnar.

Ó nei! Í stað þess á að reisa þarna enn eitt hótelhverfið og svo stofnanahverfi.

Þingvangur hefur reyndar komið víða við í sögu þéttingar byggðar. Fyrirtækið stóð fyrir uppbyggingu Hljómalindarreitsins þar sem aðallega voru byggð hótel, verslanir og svo rándýrar íbúðir sem hafa lítið sem ekkert selst og er enn verið að auglýsa til sölu.

Þá hefur fyrirtækið staðið fyrir niðurrifi húsa við Hverfisgötuna, á hinum svokallaða Brynjureit, og er enn einn óskapnaðurinn að rísa þar á þeirra vegum.
Næstur er hinn svokallaði Vatnsstígsreitur sem á að verða fyrir barðinu á þessum athafamönnum, sem "skítnýta" byggingarmagnið eins og Egill Helgason hefur orðað það.

Ekki má gleyma Grandavegi 42 (Lýsisreitnum) sem miklar deilur hafa staðið um, en Þingvangur stendur einnig fyrir þeirri uppbyggingu. Þar er byggt alveg ofan í eldri byggð og mörg húsin þar orðið fyrir skemmdum vegna sprenginga verktakanna. 

Þar eins og allsstaðar þar sem þetta fyrirtæki kemur við sögu er alltof mikið byggingarmagn á reitunum - og svo verður eflaust einnig á Köllunarklettssvæðinum.
Svo eru auðvitað byggingar þar fyrir, margar hverjar reisulegar. Hvað á að gera við þær?

Ljóst er að borgin er enn einu sinni að gefa verktökum og athafnamönnum frjálsar hendur við uppbyggingu á hverfum sem ættu að lúta ströngum skilyrðum um þéttingu íbúðabyggðar og hæfilegt byggingarmagn. 
Í stefnuskrá VG fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar var eitt af helstu baráttumálum flokksins að draga úr byggingarmagni, að byggja ekki of þétt og of mikið. Það hefur flokkurinn svikið all hressilega í meirihlutasamstafinu. Já, orð og efndir fara sjaldnast saman í pólitíkinni - og m.a.s. þar sem síst skyldi. 


mbl.is Nýtt 70 milljarða kr. hverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkaleyfi ÁTVR afnumið án lagasetningar?

Þetta er nokkuð einkennileg frétt þó svo ég viti ekki alveg hvernig heildsala á áfengi fer fram. Ég hélt að heildsölurnar yrðu að versla við ÁTVR sem síðan seldi vöruna áfram til smásöluaðila, þ.e. veitingarstaða og bara. 

Ef það er rétt hjá mér þýðir þetta mikla rýmkun á sölu áfengis hér á landi - og það þrátt fyrir að framlagt lagafrumvarp á alþingi hafi ekki náð fram að ganga (og mun nær örugglega ekki gera það). Þá er þetta auðvitað skandall og eflaust lögleysa.

Eitt er víst að þessi "verslun" nýtur meira frelsis en aðrar verslanir hér á landi. Spurning er hverju það valdi. Vegna þess eins að hún er bandarísk?


mbl.is Costco mun selja áfengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varla fagna ferðamenninir?

Það er spurning hvort allir fagni þessum lokunum. Til dæmis ferðamennirnir sem hafa borgað fyrir gistingu á hóteli en komast ekki þangað vegna lokananna? Það kemur við budduna að þurfa að borga fyrir gistingu á tveimur stöðum sömu nóttina (eins og hótelgisting er nú dýr hér á landi)!

Skrítíð annars að vera loka vegum í grasi grónum landbúnaðarsveitum þegar ekkert er að færð (auðir vegir) og ekkert sandfok - aðeins hvasst, eins og var undir Eyjafjöllum. 

Mér finnst nær að vara fólk við ferðalaginu í svona miklum vindi sem var, frekar en að vera að loka alfarið leiðinni - og þar með vera að ráðskast með fólk.

Þessi forsjárhyggja er orðið miklu algengara en fyrrum, eins og kemur fram í fréttinni. Það er eins og nútímamaðurinn njóti þessa að stjórna öðrum, ekki síst lögreglan og aðrar opinberar stofnanir sem hafa til þess vald. 


mbl.is Fagnar fleiri lokunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Naustavör

Tæpir þrír mánuðir eru síðan Naustavör tapaði fimm dómsmálum vegna innheimtu ólöglegra gjalda á öldruðum leigjendum sínum og hafði þar með a.m.k. 35 milljónir króna af þeim: http://www.ruv.is/frett/innheimtu-ologlegt-gjald-af-eldri-borgurum

Þessu svaraði Naustavör með því að hækka leiguna.

Og nú verðlaunar Dagur borgarstjóri Naustavör/Sjómannadagsráð með þessum samningi!

Siðlaust? Mér finnst það og alveg örugglega fleirum:

https://www.youtube.com/watch?v=NRvzAbwuadU

 

 


mbl.is 125 leiguíbúðir fyrir aldraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það ekki nógu hátt fyrir?

Þessi borgarstjóri er með ólíkindum! Eins og lóða- og íbúðaverð sé ekki nógu hátt fyrir!

Spekingurinn sem segir að það muni allir græða: „Þeir sem eiga bygg­ing­ar­rétt­inn og lóðirn­ar og þeir sem þurfa að fjár­magna þetta“.

Hann gleymir bara kaupendunum, almenningi í landinu. Þeir græða varla mikið, a.m.k. ekki þeir sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. En borgarstjórinn hugsar ekki út í þá. Sjálfur leiðtogi jafnaðarmanna í borginni hugsar fyrst og fremst um lóðabraskarana og fjármagnseigendur og gróða þeirra! Getur nokkur jafnaðarmaður lagst eins lágt og þetta?

Fram hefur komið að lóðaverð er ríflega helmingur af söluverði fasteigna í miðbænum. Varla er á það bætandi með hækkuðu lóðaverði vegna þessarar svokölluðu "borgarlínu".
Nema að það eigi að leggja kostnaðinn á allar lóðir og íbúðir á höfuðborgarsvæðinu.
Lóðaverðið í úthverfunum er auðvitað alltof lágt (og stendur í vegi fyrir þéttingu byggðar!), eða aðeins 13% af fasteignaverði! Það þarf að hækka!

Já það er greinilega ekki verið að reyna að lækka lóða- og íbúðaverð heldur hækka það.


mbl.is Mun þrýsta upp íbúðaverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort það sé gefið upp?

Það er auðvitað engin spurning að þetta er ekki gefið upp, enda hefur það komið fram áður. Um tvö þúsund gistirými eru boðin til leigu á Airbnb um þess­ar mund­ir en aðeins örfáir hafa sótt um leyfi til að reka slíka heimag­ist­ingu.
Þessi heimagisting er þannig óskráð og því ólögleg, auk þess sem þeir sem hana reka eru sekir um stórfelld skattsvik.

Og auðvitað er ekkert gert til að stemma stig við þessu. Einhver lög sett sem eiga að gera það - svo sem að skylda skráningu - en ekkert gert til að fylgja því eftir. Ekkert eftirlit og því engar refsingar fyrir þessi stórfelldu brot.
Þannig verður borgin og skatturinn af stórfelldum tekjum. Því er hægt að tala um algjört getuleysi stjórnvalda, eða kannski frekar viljaleysi, í þessum málum.

Þetta er sérstaklega neyðarlegt fyrir borgina og borgarstjórnarmeirihlutann, sem talað hefur fjálglega um að þétta byggðina og auka þannig íbúafjöldann í miðbænum.
Reyndin hefur hins vegar verið sú að íbúar miðbæjarins flýja hann í stórum stíl! Í staðinn eru íbúðirnar leigðar út svo að víða er önnur hver íbúð í útleigu til ferðamanna.
Já, linkindin gagnvart skattsvikum er með ólíkindum.

 


mbl.is Sveitarfélög verða af miklu fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Maí 2017
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 218
  • Frá upphafi: 455368

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 178
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband