Íþróttamennskunni ekki fyrir að fara hjá Baunum

Þessi leikur var dönsku áhorfendunum til skammar og dönsku leikmennirnir ekki mikið skárri. Baulað á besta mann Norðmanna næstum allan leikinn og meira að segja þegar sigurinn var orðinn öruggur.

Svo voru það leikmennirnir. Öskruðu eins og vangefnir þegar þeir skoruðu og það löngu eftir að úrslitin voru orðin klár.

Greinilega af dýrategundinni öskur-apar.


mbl.is „Óþarfi að niðurlægja frændur sína“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"dúndrar fætinum í boltann"

Haukur Harðarson (?), það er þulurinn á leik Dana og Frakka, fer á kostum eins og venjulega í lýsingu sinni. Lýsingarorðin í ýktasta laginu eins og venjulega: "frábært", "geggjað" osfrv.

Það er eins og maðurinn sé að lýsa leik hjá Íslandi, sem séu að verða heimsmeistarar!

Þannig var þetta reyndar í öllum leikjum íslenska liðsins. Upphrópanir og leiðinleg hlutdrægni hjá lýsendunum þvert á það sem var að gerast í leikunum. 

Fagmannlegheitunum er nefnilega ekki fyrir að fara hjá starfsmönnum íþróttadeildar RÚV.
Þá eru þeir nú skárri hjá Stöð tvö ... þótt slæmir séu einnig!


mbl.is Tímamótaleikur hjá Hansen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða afsakanir núna?

Það er spurning hvort nokkrar afsakanir eru eftir fyrir íslenska liðið. Við erum búin að heyra þær margar, svo sem ungt lið og mótið fari í reynslubankann.

Guðmundur getur auðvitað notað þetta og gerir óspart en spurning hversu lengi. Næsta mót einnig og þarnæsta?

Hann getur hins vegar sjálfum sér kennt í þessum leik sem hinum fyrri. Nú byrjaði hann með 17 ára strák í sókninni (já Selfossliðið sem er í 4. sæti í íslensku deildinni ef ég man rétt!) og útkoman var 0-5 eftir nokkrar mínútur.
Þá var Ólafur Guðm. loksins settur inná en var greinilega búinn að missa sjálftraustið eftir að hafa verið gengið fram hjá honum í síðasta leik og svo þessum.
Guðmundur þjálfari er greinilega sérfræðingur í að bjóta niður sjálfstraust leikmanna sinna, sumra allavega.
Óli var svo tekinn útaf en kom aftur inná þegar um 10 mín. voru eftir af fyrri hálfleiknum og íslenska liðið jafnaði fyrir leikhlé! Svo byrjaði Óli inná í seinni hálfleiknum en var svo tekinn útaf eftir að hafa verið tekinn úr umferð (já Brassarnir vissu betur en Gummi hver væri hættulegasti íslenski sóknarleikmaðurinn).

Eftir það var ekki spurning hvort liðið ynni leikinn.
Sökin er auðvitað Guðmundar. Hann hafði engin svör við varnarleik Brassanna þó svo að íslenska liðið hafi spilað gegn þeim rétt fyrir mót og spilað eins allt mótið!

Og nú er afsökunin að Aron og Arnór hafi ekki verið með - já og Guðjón Valur!
Þetta tekur enn einn spekingur undir, Árna Pétursson í settinu. Mér heyrist þó að Einar Örn sé ekki alveg að kaupa þetta eftir að hafa verið vel meðvirkur framan af mótinu.

Vandamálið er auðvitað landsliðsþjálfarinn sem ætti að taka poka sinn.


mbl.is Eltingarleikur sem tapaðist í Köln
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"í nágrenni Fjóns"?

Ekki er nú blaðamaðurinn vel að sér í landafræðinni! Fjónn er ekki bær heldur stærðar eyja, næsta eyja við Sjáland. Lið Óðins er staðsett í Svendborg sem er bær syðst á Fjóni, um 50 km fyrir sunnan Odense (Óðinsvéa).

 


mbl.is Haukur og Óðinn Þór kallaðir inn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðmundur enn og aftur að klikka með liðið

Spurning hvort að landsliðsþjáfarinn vilji tapa leiknum gegn Þjóðverjum eða sé alveg sama um úrslitin. Nú var það sprelligosinn og barnið Gísli Kristjáns sem átti að bera upp sóknarleikinn. 

Aron Pálma var þó skárri en í undanförnum leikjum (og svo auðvitað þessi fáránlega dýrkun á honum). En af hverju er Ólafur Guðmundsson ekki að spila meira? Skilur einhver það - og af hverju er ekki talað um það?

Óli kemur loks inná á 20. mín og skorar strax, auk þess sem kemur miklu meiri hraði í sóknarleikinn - og svo auðvitað betri varnarleikur. Þrátt fyrir þetta er hann tekinn útaf efir fjórar mínútur. Allt í einu eru strákarnir, Gísli og Elvar, farnir að stjórna sóknarleiknum! Enda breyttist staðan fljótt úr 9-11 í 10-14.

Guðmundur er enn og aftur að klúðra vali á liðinu - innáskiptingum og fleiru. Hann hefur greinilega ekki huga við þetta mót heldur einhverja framtíð. Hann hefur greinilega ekki heyrt um núvitund.


mbl.is Þjóðverjar voru númeri of stórir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blessað handboltalandsliðið - og Aron!

Fyrra hálfleik lokið og Ísland tveimur mörkum undir. Aron Pálma byrjar að klikka á skoti og svo sendingu - og síðan litlu seinna á skoti. Síðan skot í stöng á 20. mín. og enn situr Ólafur Guðm. á bekknum (og í æfingartreyjunni). Svo talar kjáninn hann Logi um að Gísli Kristjáns sé að spila vel (og stelpan í "settinu" flissar eins og venjulega)!

Óli kemur fyrst inná í vörnina á 24. mín, og í sóknina í stað Arons en aðeins í mínútu eða svo, og var þá tekinn útaf! Og afsaknirnar byrja í settinu: "við vissum að þetta væri erfitt í dag".

Svo er það Aronsdýrkunin hjá lýsandanum Einari Erni: "skotin ekki alveg búin að liggja fyrir Aron". Og svo loks þegar hann skoraði undir lok hálfleiksins: "Aron hleður í skot. Fyrirliðinn stimplar sig inn. Firnafast skot. Negla frá Aroni Pálmarsyni". Þetta heyrir maður ekki um aðra leikmenn!

Með svona "sérfræðinga" er ekki von á góðu!


mbl.is Ísland í milliriðlakeppni HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og sá ofmetnaðasti?

Spurning hvað Aron gerir í dag gegn Makedóníu. Lélegur eins og gegn Japan eða þokkalegur eins og gegn Króötum í fyrsta leiknum?

Svo er spurning hvað Guðmundur noti hann mikið, láti hann spila þrátt fyrir öll mistökin eða leyfi Ólafi Guðm. að bera uppi sóknarleikinn.

Einnig má minna á stórleik Rúnars Kára á EM fyrir tveimur árum. Nú kemst hann ekki í liðið, einhverra undarlegra hlut vegna, með þeim afleiðingum að styttustaðan hægra megin er vandamál.

Kannski Gummi sjái eftir því nú þegar eða þá á eftir ef illa fer ...


mbl.is Telur Aron 10. besta handboltamann í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofmatið á Aroni

Þessi dýrkun og væntingarnar á Aroni eru að verða ansi þreytandi. Enn og aftur er talað um hve mikilvægur hann sé liðinu og svo núna að hann verði að sýna sitt rétta andlit á morgun, þessi einn besti handboltamaður í heimi! Hið rétta, um hversu virtur hann er úti í hinum stóra heimi, er það að hann fær lítið að spila með félagsliði sínu (sjá t.d. á SportTV) og þá alltaf sem leikstjórnandi en ekki skytta (eins og hjá íslenska landsliðinu).

Hið rétta kemur svo alltaf í ljós í leikjum íslenska landsliðsins. Aron er mjög óagaður leikmaður, með ótímabær og oft klúðursleg skot, auk kæruleysislegra sendinga eins og svo oft gerðist í þessum leik. Hann er greinilega ofmetinn hér heima.

Besti kafli landsliðsins var í byrjun þegar Aron var rekinn útaf og Ólafur Guðm. kom inná í skyttuhlutverkið. Staðan fór þá fljótt í 6-3 og síðan í 7-5. Þá var Ólafur tekinn útaf og Aron kom inná og um leið byrjuðu vandræðin!

Athgylisvert er að enn er ekkert talað um Ólaf sem mikilvægan hlekk í liðinu. Kannski skiljanlegt í ljósi þess hvað Guðmundur notar hann lítið en mjög sérkennilegt miðað við leikinn gegn Spánverjum þar sem Óli átti stórleik og skoraði sex mörk þrátt fyrir að fá ekki einu sinni að spila sem samsvarar einum hálfleik!

Það er eins og menn vilja ekki láta neinn skyggja á Aron - og/eða Aron ekki láta skyggja á sig. Spurning hvort Ólafur sé ekki lagður í einelti af Aroni og enginn þori að taka á því vandamáli. A.m.k. er furðulegt að láta einn leikmann ráða svona miklu um liðið og uppstillingu þess, sérstaklega í ljósi þess að Guðjón Valur er ekki með, sem einnig var í þessari klíkustarfsemi með Aroni.

Svo segja sögurnar að Guðjón Valur sé ekkert meiddur heldur að hann þurfi að svara til saka frammi fyrir eiginkonu sinni, hvað svo sem er hæft í því.
Hvað með það. Allavega sakna ég hans ekki. Ég myndi ekki heldur sakna Arons. Þá væri tveimur hrokagikkjum færra í íslenska handboltalandsliðinu.


mbl.is Barningssigur á japanska landsliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djöfull er Einar Örn leiðinlegur!

Staðan í þessum skrifuðum orðum er 24-11 fyrir Ísland á móti Barein en samt er Einar Örn sífellt að gagnrýna dómarana. Þessi fyrrum landsliðsmaður í handbolta er einhver hlutdrægasti og leiðinlegasti lýsandi handboltaleikja sem um getur ...

Og þetta smitar auðvitað útfrá sér. Þrátt fyrir öruggt tap íslenska liðsins í gær gegn Evrópumeisturum Spánverja vældi þjálfarinn yfir dómurunum, einhverju besta dómarapari í heimi, og fetaði þar í fótspor Einars sem hafði vælt hástöfum yfir þeim á meðan á lýsingunni stóð.

Hvernig væri nú að sýna smá íþróttamennsku og hætta þessu stanslausu kvörtunum og gagnrýni á dómarana?
Amalegt að þurfa að slökkva á talinu vegna þessara leiðinda.


mbl.is Átján marka stórsigur á Bareinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins er Óli Guðmunds eitthvað notaður

Flott innkoma hjá honum enda með mikla reynslu í alþjóðlegum handbolta. Svo er hann besti varnarmaðurinn sem við eigum. Af hverju fær hann ekki að spila miklu meira?

Svo halda allir "sérfræðingar" því fram að Aron sé langbestur. Samt hefur hann ekki skorað fleiri mörk en Óli sem aðeins spilaði seinni hluta hálfleiksins (og er að auki lélegur í vörn þvert á það sem er fullyrt).

Annars er þetta auðvitað mjög erfitt gegn Evrópumeisturunum. Spánverjar alltof fljótir fram og mun beittara lið en Króatar. Nú fer óþarfa og heimskulega tapið gegn Króötum að segja til sín.

Liðstjórnun Guðmundar er alveg ótrúleg. Ólafur Guðmundsson tekinn útaf eftir að hafa skorað 6. markið sitt. Svo var spilað með strákunum fyrir utan, Elvari Erni og Gísla Þorgeir (og Teiti Einari). Það er eins og Guðmundur vilji tapa leiknum. Sjö marka tap rétt eins og hjá Japan og Barein gegn sterku liðunum í riðlinum.

Margt jákvætt? Nei, stjórnun leiksins hjá þjálfaranum alveg hræðileg. Með svona stjórnun tapar liðið gegn Makedóníu og kemst ekki einu sinni í milliriðil.

Samt eru sérfræðingarnir jákvæðir. Gengur betur næst, þ.e. í næsta móti. Eru þeir vissir um það er það bara óskhyggja? Það er auðvitað þetta mót sem skiptir máli, ekkert annað.

Og frammistaðan er slök og það er sök landsliðsþjálfarans fyrst og fremst. Guðmundur er auðvitað algjör fáviti. Það er deginum ljósara. 
Danir höfðu vit á því að reka þennan gaur. Vonandi gerir HSÍ það sama eftir þetta mót.


mbl.is Sjö marka tap í Ólympíuhöllinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2019
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 227
  • Frá upphafi: 455228

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 186
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband