Vantar þarna ekki ýmsa?

Fyrst auðvitað Guðmund Þórarinsson sem er kominn til sama liðs og Hólmar Örn, sem er valinn í landsliðið, en Guðmundur lék í Svíþjóð á síðustu leiktíð og hefur verið viðloðandi A-landsliðið.

Þá Hjörtur Hermanns hjá Bröndby en hann hefur einnig verið í A-hópnum og meira að segja í byrjunarliðinu um tíma. Svo er annar "Dani" sem ekki hlýtur náð í augum aulanna sem velja liðið, þ.e. Eggert Jónsson hjá Sönderjyske, sem einnig hefur verið viðloðandi landsliðið.

Arnór Ingvi er hins enn að spila með Malmö í Evrópudeildinni þannig að það er skiljanlegt að hann sé ekki valinn.

Þá er það spurning með Aron Sigurðar sem lék í Noregi í haust en var seldur til b-deildarliðs í Belgíu. Kannski er hann þegar byrjaður að spila með þeim og því ekki á lausu. Undarleg hve gengið hefur verið mikið framhjá honum undanfarin ár, en hann var um tíma ein helsta vonarstjarna landsliðsins.
Svo er Hólmbert Friðjóns hjá Álasundi örugglega betri sóknarleikmaður en Kristján Flóki og Óttar Magnús.

Þá veit ég ekki til þess að verið sé að spila í rússnesku deildinni ...

 

 


mbl.is Sjö gætu leikið sinn fyrsta A-landsleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Koma kallinum í meðferð?

Mér skilst að Gylfi hafi ekki einu sinni drukkið kaffi hér á árum áður í sinni fullkomunaráráttu. 
Nú hins vegar sýgur hann það mikið í nefið í öllum viðtölum að spurning er hvort ekki sé kominn tími til að hann fari í meðferð (sama gildir auðvitað um félaga hans í landsliðinu Aron Einar)?
Mér skilst að SÁÁ sé mjög framarlega í slíku enda nær allir málsmetandi Íslendingar komnir á kókaín - og þurfa reglulega í meðferð.


mbl.is Gylfi á aldrei að spila aftur fyrir Everton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnréttissjónarmið eða pólitík?

Þetta er auðvitað mjög sérstök niðurstaða því þeir Davíð og Sigurður hafa mun meiri merítur en Ingveldur nokkurn tímann. Undarlegt reyndar að hæfnisnefndin hafi sett hana jafnháa þeim tveimur (og í flokki þriggja hæfustu) og spurning hvernig hæfnisnefndin var skipuð og af hverjum.

Svo segir frá ætt og politík Ingveldar (https://www.ruv.is/frett/domararnir-15-aettir-politik-og-vidskipti): 

"Faðir Ingveldar ... var Einar Ingimundarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og sýslumaður og bæjarfógeti víða um land. Móðir Einars var Ingveldur Einarsdóttir, systir Eiríks Einarssonar þingmanns ... Sjálfstæðisflokksins, og föðursystir Steinþórs Gestssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins ... Föðursystir Ingveldar landsréttardómara var Helga Ingimundardóttir, eiginkona Sveins Benediktssonar stórútgerðarmanns og föðuramma Bjarna Benediktssonar, núverandi forsætisráðherra. Ingveldur og Bjarni eru því skyld í annan og þriðja lið."

Að lokum kemur fram að Ingveldur hafi aðeins lent í 6. sæti í tillögum hæfnisnefndar um val á landsréttardómara.
Já, þeir sjá um sína sjálfstæðismennirnir.


mbl.is Ingveldur skipuð hæstaréttardómari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki sama Jón og herra Jón!

Þetta hljómar nú eins og argasta hræsni hjá MAST í ljósi þess hvernig dýralæknarnir þar létu í hæsnamálinu fræga (lausagöngumálinu). Þá átti yfirdýralæknir ekki orð til að lýsa þvílíkt dýraníð væri þar á ferð en þó er ekki vitað til þess að nokkur hæna hefði drepist vegna slæms aðbúnaðar.

Nú hins vegar þegar hrossabændur eru annars vegar er öll samúðin með eigendunum en ekki dýrunum sem drápust eða eru illa farin eftir óveðrið um daginn.

Og rökin eru sú að hross hafi alltaf gengið úti frá ómunatíð, þ.e. að hrossabændur hafi alltaf sett á Guð og gaddinn. Maður hefði nú haldið að velferð dýra væru lengra komin í dag en þetta!

Ekkert regluverk virðist vera til um aðbúnað hrossa og auðvitað alls ekki að bændur mættu ekki hafa fleiri hross en þeir geta hýst með góðu móti þegar gerir svona veður. 

Í stað þess að leggja til breytingar á þessu - með að setja slíkt inn í reglugerð - er almenningur gagnrýndur fyrir að leyfa sér að þykja illa farið með skepnurnar.

Já, hrossabændur hafa löngum verið teknir silkihönskum, ekki bara af dýralæknum heldur og einnig af fjölmiðlum. Sjaldan eða aldrei er sagt frá slysum á fólki í útreiðum, ekki einu sinni andláti, líklega til þess að skemma ekki bísnessinn hjá hestaleigunum.
Og svo nú þetta með útigangshrossin!


mbl.is Óvægin umræða um hrossaeigendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérkennilegt að velja Teit Einars ekki!

Sérstaklega í ljósi þess að síðast var Teitur eina vinstrihandarskyttan í hópnum þegar Ómar Ingi forfallaðist. 
Nú eru hins vegar fjórir línumenn valdir og einn að auki sem aðeins spilar í vörn. Hefði vel mátt fækka þeim um einn. 


mbl.is Þrír silfurdrengir í nítján manna EM-hópi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða ofsaveður?

Hér er fullyrt að ofsaveður gangi nú yfir landið - sem hlýtur að þýða landið allt.

Hér á höfuðborgarsvæðinu átti versta veðrið að skella á kl. 15. Flugferðum til útlanda hefur verið aflýst frá þeim tíma, kallað eftir því að fólk sæki börn sín í skóla eða leikskóla helst í hádeginu, stofnanir lokaðar og prófum í HÍ frestað, allt vegna "veðurofsans".

Reyndin er hins vegar sú að í Reykjavík kl. 15 var meðalvindur ekki nema 6 m/s og versta veðrið á rokrassinum Geldingarnesi eða 19 m/s. Spáin hljóðaði hins vegar uppá 21 m/s hjá Veðurstofunni (kl 15) og enn hærri hjá þeim sem reyndu að trompa hana.

Svo kom yfirlýsing frá helstu veðurfræðingum þessa lands um að lítið sé að marka norsku veðurstofuna yr.no sem aðeins spáði 9-10 m/s í borginni. Það virðist þó heldur of mikið í lagt hjá þeim norsku ef eitthvað er, amk eins og er!

Svo má auðvitað benda á hvað varðar "ofsaveður um allt land" að nær því logn er á Austurlandi og Austfjörðum en samt er þar "appelsínugul" viðvörun.

Já þeir eru snillingar hjá Veðurstofunni og Almannavörnum svo sem einnig - og svo sem einnig þeir sem hlaupa eftir þessari sjúklegu athyglisþörf veðurfræðinganna!

 


mbl.is Rauð viðvörun í gildi á Norðurlandi eystra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn er haust hjá veðurfræðingunum!

"Fólki bent á að fylgjast vel með spám þar sem búist er við einu versta veðri haustsins hingað til."

Mörgum hefur fundist það sérkennilegt þegar veðurfræðingarnir tala um nóvember sem haustmánuð, jafnvel um október sem slíkan, en ég held að aldrei fyrr hefur nokkur maður heyrt (eða séð) enn talað um haust þegar komið er vel inn í desembermánuð! 

Meira að segja Danir, sem eru jú nokkrum breiddargráðum sunnar á hnettinum en við, láta sér nægja að tala um haustið fram til 1. des.

Norðmenn og Svíar eru hins vegar löngu komnir inn í veturinn.

Dreymir íslenskum veðurfræðingum kannski um að landið sé miklu sunnar en það er?

Svo má auðvitað að lokum nefna það að þessu veðri er ekki spá á yr.no svo dæmi sé tekið.


mbl.is Ofsaveður í vændum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með bestu mönnum?

Aron Sigurðar er meira en það. Hann hefur verið valinn einn af þremur bestu leikmönnum b-deildarinnar með 13 mörk og 10 stoðsendingar eða alls 23 stig eins og Norðmennirnir reikna stigagjöfina hjá sér.

Það er mu betri árangur en Aron Elís Þrándarson hefur sýnt með Álasundi en hann hefur þó verið valinn í íslenska landsliðið undanfarið en ekki nafni hans Sigurðarson.

Þetta er auðvitað nokkuð sérkennilegt því að Aron Sigurðar var fyrir nokkrum árum iðulega valinn í landsliðið þó svo að hann hafi alls ekki verið eins góður þá og nú.

Spurning um þennan blessaða skandinavíska landsliðsþjálfara okkar, sem ég held reyndar að hafi ekkert alltof mikið að gera. Hann gæti kannski lyft sínu rassi frá þægilega skrifboðsstóli sínum, eða legubekknum kannski frekar, og farið að fylgjast með þeim leikmönnum sem eru að spila á Norðurlöndunum og standa sig vel en fá engin tækifæri með landsliðinu. Býr maðurinn annars ekki þarna úti?


mbl.is Íslendingaliðið í úrslit umspilsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 219
  • Frá upphafi: 455369

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 179
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband