Undarleg tímasetning!

KSÍ forystan er greinilega ekki starfi sínu vaxinn eins og sést á því hvenær hún velur að reka Arnar Þór Viðarsson. Eftir hræðilega frammistöðu liðsins undanfarin ár, án þess að hróflað sé við landsliðsþjálfaranum, er hann rekinn eftir stærsta sigur karlalandsins nokkru sinni, 0-7 sigur úti gegn Liechtenstein!

Já tímavalið er sérstakt og enn eitt sneypuverkið hjá þessari KSÍ-forystu. Vonandi verður hún felld á næsta aðalfundi.


mbl.is Arnar hættur með landsliðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruslið og borgin

Þetta er alveg sláandi fyrir borgaryfirvöld og "grænu" stefnu hennar - sem og yfirvalda almennt. Fólki er sagt að flokka plast í sér tunnur, horfir svo uppá að það er yfirleitt ekki hirt fyrr en tunnurnar eru orðnar yfirfullar og sér það svo fjúka út um allt. Þá skiptir engu máli hvort ófærð sé eða ekki,
Nú er komið í ljós að það sama á við um móttökustöðvarnar. Þær hirða ekki betur um þetta flokkaða sorp en svo, að það fýkur um allt hjá þeim!
Þetta er hin græna stefna yfirvalda í hnotskurn, aðeins til í orði en ekki á borði. 

Svo er auðvitað það skrítnasta við þessa plaststefnu ráðamanna þjóðarinnar. Almenningi, þ.e. neytendum, er gert að draga sem mest úr plastnotkun og flokka sem mest, en framleiðendum vörunnar ekki gert að takmarka á nokkurn hátt plastumbúðirnar utan um þær (sem eru oftast óþarfar)! Mér er spurn. Hvers vegna ekki? Enn eitt dæmið um þjónkun við kapitalið, græðgisliðið?


mbl.is Rusl á víðavangi í Víðinesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá er ruglaður!

Alvöru vetrarveður áfram, segir veðurfræðingurinn, þó svo að spár geri ráð fyrir hlýindum um og uppúr miðri viku! Loks rigning í kortunum og allt að 10 stiga hiti!

Enn segir veðurspekingurinn að það verði "bara al­vöru vetr­ar­veður áfram á land­inu, þó við séum að spá held­ur hlýn­andi veðri". Takið eftir þessu "þó við séum að spá" og einnig þessu "heldur hlýnandi"! Hitinn er að fara frá 6 stiga frosti í 8 stiga hita!! Sem betur fer eru fleiri veðurstöðvar til, sem spá um veðrið hér á landi, en sú íslenska...

Þið lesið það fyrst hér: Vorið kemur á miðvikudaginn!

https://www.google.com/search?q=vedur.is&rlz=1C1GGRV_enIS788IS788&oq=&aqs=chrome.0.69i59i450l8.6131658j0j7&sourceid=chrome&ie=UTF-8


mbl.is „Alvöru vetrarveður áfram á landinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingræðið sigrar lýðræðið naumlega

Sérkennileg frétt hjá Mogganum og ekkert sagt um sjálfa atkvæðagreiðsluna. Ríkisstjórn Macrons rétt stóð af sér vantraustið. 278 þingmenn greiddu atkvæði gegn Macron en hefðu þurft 287 atkvæði til að fella stjórnina. 

En andstöðu almennings er þó ekki lokið með þessu. Áfram er boðuð mótmæli gegn hækkun ellilífeyrisaldurs úr 62 árum í 64 ár. 

Til samanburðar má nefna að hér á landi kemst fólk ekki á lífeyri fyrr en 67 ára og í raun ekki fyrr en um sjötugt. Samt er blessuð framsóknarmaddaman, Lilja Alfreðsdóttir, að boða hækkun lífeyrisaldurs hér á landi!

Og fjölmiðlarnir spila með eins og ekkert sé sjálfsagðara. Engin gagnrýnin umræða um þetta og ekkert fjallað um gríðarlega auðsöfnun lífeyrissjóðanna hér á landi, hvað þá það að arðsemiskrafa þeirra sé helsta ástæða verðbólgunnar á landinu - og hárra vaxta.


mbl.is Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Frelsun" Íraks á fölskum forsendum

Loksins druslaðist Mogginn til að birta frétt um 20 ára "afmæli" innrásar Bandaríkjamanna og Breta inn í Írak - en þá auðvitað á hlutdrægan hátt. Ekkert er til dæmis sagt frá því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lýstu stuðningi sínum við innrásina, þó svo að hún hafi verið gróft brot á alþjóðalögum (nú er aðalástæðan fyrir stuðningnum við Úkraínumenn að hernaðaraðstoð Rússa við sjálfstjórnarhéruðin í austur-Úkraínu sé brot á alþjóðalögum og því styðji Ísland hernaðaraðstoð Vesturlanda við Úkraínu (sömu flokkar í stjórn nú, auk Vinstri grænna, sem þó gagnrýndu innrásina í Írak harðlega á sínum tíma)).

Sama áróðurinn og þá er nú  rekinn í vestrænum fjölmiðlum og af stjórnvöldum á Vesturlöndum með því að persónugera hernaðarstuðninginn. Þá var það Saddam Hussain sem var vondi kallinn (síðan var það Gaddafi) og nú er það Putín sem er Grýlan. Og auðvitað eru það vestrænir leiðtogar og vestrænt "lýðræði" sem eru góðu aðilarnir, eins og svo oft áður. 

Hörðustu stuðningsríki Úkraínumanna nú eru þau ríki sem hvað ákafast studdu innrásina í Írak: Bandaríkjamenn, Bretar, Ástralir, Pólverjar, Tékkar/Slóvakar, Danir osfrv.
Og innrás þessara "lýðræðisríkja" var gerð þrátt fyrir mjög fjölmenn mótmæli gegn henni um allan heim ("lýð"ræðið í hnotskurn?). 

Talið er að mörg hundruð þúsund almennir borgarar hafi fallið í þessari innrás, sem enn krefst fjölda mannslífa á hverju ári. Já "frelsunin" var og er dýru verði keypt, jafn þar sem og í Lýbíu (og í Afganistan en síðastnefnda landið er reyndar ekki lengur "frjálst"!).

Til samanburðar má nefna að stríðið í Úkraínu hefur ekki kostað nema í mesta lagi nokkur þúsund almennra borgara lífið. Það sýnir að vondu Rússunum er ekki eins sinnulausir um líf almennings og góðu, lýðræðissinnuðu NATÓ-þjóðirnar eru.

Hér má sjá mun hlutlausari og sannari umfjöllum um hörmungarnar í Írak vegna innrásarinnar þar fyrir 20 árum (enda er sú sem skrifar ekki nýlendusinni né með islamfóbíu): 
https://www.ruv.is/frettir/erlent/2023-03-20-frelsun-iraks-a-folskum-forsendum




mbl.is Tuttugu ár frá umdeildri innrás í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harla klént hjá þjálfaranum að venju

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari er greinilega að bera efni í bálköst að fótum sér.
Eitt er þetta með Albert Guðmundsson sem sýnir að þjálfarinn ræður ekki við starf sitt. Einnig þessi afsökun um að menn séu lítið að spila með félagsliði sínu og því ekki valdir.

Það á við um marga þeirra sem þó eru valdir. Þar ber fyrst að nefna Andra Guðjohnsen sem lítið sem ekkert spilar með miðlungsliði í Svíþjóð, Norrköping. Einnig Mikael Ellertsson sem er yfirleitt varamaður í liði í mikill fallhættu í ítölsku b-deildinni! Þarna er einnig Ísak Bergmann sem nær ekkert hefur fengið að spreyta sig með FCK undanfarið og sömuleiðis Þórir Helgason sem er næstum alveg fallinn út úr liði Lecce.

Hins vegar eru menn ekki í liðinu sem leika reglulega með félagsliðum sínum, menn eins og Valgeir Lunddal með Häcken (sem er stórfurðulegt að sé ekki valinn), Willum Willums hjá Go Ahead í Hollandi, Aron Sigurðar með Horsens, Viðar Kjartans og Samúel Friðjóns hjá Atromitos í Grikklandi og Kristal Mána hjá Rosenborg (sem byrjar vel með liðinu í norsku bikarkeppninni). Svo er auðvitað spurning með spútikmanninn Kolbein Finnsson sem hefur slegið eftirminnilega í gegn með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni.

Einnig má nefna "varamennina" í hópnum, þá Hjört Hermanns, Guðmund Þórarins og Svein Aron sem allir leika reglulega með sínum félagsliðum.

Margir þessara eiga skilið að fá að vera í aðalhópnum og þá einkum á kostnað "gæludýra" þjálfarans, Andra Guðjohns og Mikaels Ellerts ...

Já, val þjálfarans á landsliðshópum sýnir enn og aftur að hann er vanhæfur sem landsliðsþjálfari.
Það er einkum þráhyggja hans við að velja alltaf sama kjarnahópinn, alveg óháð því hvort þeir séu að spila með félagsliðum sínum eða ekki, og ekki síður óháð því hversu illa landsliðinu gengur.


mbl.is Birkir, Albert og Sveinn ekki í landsliðshópnum - Sævar nýliði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"við venju­bundna aðgerð í alþjóðlegu loft­rými"!

Kaninn er alltaf samur við sig! Alsaklaus eins og venjulega. Hvað er annars bandarískur dróni að flækjast á Svartahafi langt frá heimalandi sínu en mjög nálægt Rússlandi - að njósna? Auðvitað var þetta njósnadrjóni og sýnir að Kaninn er sífellt að færa sig uppá skaftið í stríði Úkraínumanna og Rússa.

Já, rétt eins og íslenska ríkisstjórnin sem tekur á fullu þátt í áróðursstríðinu gegn Rússum. Og brátt á að fara að stofna íslenskan her - ef helstu draumar íhaldsmanna eins og Björns Bjarnasonar rætast.

Ljóð Ara Jósepssonar frá árinu 1960, í miðju kaldastríðinu, á vel við enn í dag (og það merkilega er að formaður flokksins sem Ari tilheyrði forðum er einn þeirra ráðamanna "sem fara fyrir þjóðum" og taka undir stríðsáróðurinn):

Undarlegir eru menn
sem fara fyrir þjóðum.
Þeir berjast fyrir "föðurland"
eða fyrir "hugsjón"
og drepa okkur sem eigum
ekkert föðurland nema jörðina
enga hugsjón nema lífið.

 

 


mbl.is Rússnesk þota í árekstri við bandarískan dróna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Teknir í bakaríið!

Þetta er nú eitthvert það allra lélegasta karlahandboltalandslið sem Ísland hefur átt í háa herrans tíð! Nokkuð sérkennilegt auðvitað þar sem margir héldu að Ísland yrði heimsmeistari á HM nú í janúar (þar á meðal Gísli prins úr Garðabæ) en því fór auðvitað fjarri.

Enn og aftur sýna þjálfararnir hversu vanhæfir þeir eru, enda lærisveinar hins brottrekna Gumma, hvað val á liðinu og innáskiptingar varðar.
Hinn ofmetni kúlulánadrottningarsonur úr Garðabæ, Gísli Kristjáns, lék nær allan leikinn í sókn íslenska liðsins þrátt fyrir að hafa klúðrað fjölda sókna og aðeins gert eitt mark. Sá gaur er greinilega stórlega ofmetinn.
Sama má segja um sjálfan kónginn, Aron Pálmarsson, sem eyðilagði allt sem hægt var að eyðileggja þegar hann var inná vellinum fyrir okkar ástkæra ylhýra. Hann er orðinn það lélegur að hver sómakær og óklíkuspilltur þjálfari myndi ekki velja hann í neitt landslið.

Fleiri ákvarðanir þjálfaranna vöktu furðu. Bjarki átti einn af sínum verstu dögum en var ekki tekinn útaf fyrr en undir lok leiksins. Þá fékk Elvar Jóns lítið að spila í sókninni og nafni hans Ásgeirsson ekki neitt þrátt fyrir að ekkert hafi komið út úr sókninni vinstra megin.
Svo er það blessaður karlinn hann Bjöggi. Hann var kannski ekki hreint afleitur í markinu en af hverju spilaði Viktor ekki eina einustu mínútu í leiknum? Maður hefði nú haldið að hann væri aðal markvörðurinn en ekki Bjöggi hinn ofvirki.

Svo er verið að tala um að Ísland eigi frábært lið í handbolta og bjarta framtíð fyrir höndum sem hver heimsfrægur þjálfarinn vilji stoltur taka við!!
Ætli það...


mbl.is Hroðaleg sóknarframmistaða í stóru tapi Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Mars 2023
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 220
  • Frá upphafi: 455370

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 180
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband