Króatarnir slakir í fyrri hálfleiknum

Menn hefðu átt að hrósa Króötunum meira fyrir leikinn, hve frábærir þeir væru!

Liðið sýnir lítið sem ekkert og er með marga frekar slaka leikmenn. Reyndar má segja það sama um íslenska liðið. Þulurinn (Hörður Harðar) talar auðvitað um frábært lið og stórkostlegt eins og hann er vanur - ætli hann eigi ekki fleiri lýsingarorð í pokahorninu en þessi og aðeins lágstemmdari? - en það hefur lítið sýnt ennþá.

Mikið er um feilsendingar fram völlinn (án þess að þulirnir nefna það einu nafni). Kári er t.d. venju fremur slæmur með þetta - þótt oft sé hann slæmur - sem sýnir líklega að hann er í lítilli leikæfingu. Hörður Björgvin sömuleiðis. Þá kemur lítið út úr Birki Bjarnasyni enda hefur hann varla spila keppnisleik í hálft ár.
Þá er Alfreð greinilega ekki búinn að ná sér almennilega eftir meiðslin sem hann fékk, amk er hann ekki í sama góða forminu og hann var fyrir þau.

Það mætti vel skipta inná þegar í byrjun seinni hálfleiks eða snemma í honum því þessi leikur á að vinnast gegn frekar slöku liði Króata.


mbl.is Dramatískur sigur gegn Króatíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. júní 2017

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband