Gagnrýnisleysi fjölmiðla!

Umfjöllun fjölmiðla um íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á eflaust einhverja mestu sök á fölskum væntingum til liðsins á EM. Fyrir mótið hafði liðið rétt náð jafntefli gegn lágt skrifuðu liði Írlands, en fjölmiðlar töluðu um góðan árangur, og áður stórtap gegn Hollandi (4-0) sem fjölmiðlarnir tóku einnig létt á.
Síðan var það hringið með liðið hjá þjálfaranum sem notaði ekki tækifærið á Algarvemótinu til að finna réttu uppstillinguna - og fjölmiðlunum fannst ekkert athugavert við það.

Freyr var því engu nær þegar á EM var komið hver væri heppilegast uppstillingin og setti því alveg nýjar manneskjur inn í liðið - og enn spiluðu fjölmiðlar gagnrýnislaust með.
Núna fyrst, eftir þrjú töp og stórtap í síðasta leiknum, rumska þeir aðeins.

Enn er þó ekki búið að finna blóraböggulinn - og honum verður líklega hlíft lengi vel (því stelpurnar sem hann velur í byrjunarliðið elska hann!) eða þar til að næsta fíaskóinu kemur.

Jamm. Syndaselurinn er auðvitað þjálfarinn.
Hann velur ranga (og reynslulitla) leikmenn í liðið. Allt lagt upp úr grófum leik og að trufla andstæðinginn sem mest í hans aðgerðum en ekki að koma upp spili hjá eigin liði eða skapa eitthvað. 
Þetta sást auðvitað best í leiknum gegn Austurríki. Íslenska liðið átti ekki eitt einasta skot á markið en andstæðingarnir 19!!!

Þið lesið þetta fyrst hér. Burt með þjálfarann, Frey Alexandersson!


mbl.is Ekkert stolt, engin gleði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. júlí 2017

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 454854

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband