Undarleg fréttamennska þetta

Ætli íbúar í Raqqa séu ekki frekar að flýja loftárásir Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á borgina? Nýjasta fréttin, sem hefði verið eðlilegra að segja frá núna, er sú að 29 almennir borgarar voru drepnir í gær í loftárás Bandaríkjamanna á borgina, þar af 16 börn. Fjölmargir eru særðir eftir loftárásirnar þannig að mannfall óbreyttra borgara á eftir að fjölga umtalsvert.

http://www.ruv.is/frett/29-obreyttir-borgarar-fellu-i-arasum-a-raqqa

Svo mætti auðvitað bæta við að borgin er í rúst eftir þessarar lofárásir, rétt eins og Mósul í Írak og fleiri borgir þar í landi og í Sýrlandi, nýtískulegar jafnt sem fornar og meira og minna friðaðar borgir þar sem áður bjuggu hundruð þúsundir manna og sumstaðar yfir milljón manns.

Eyðileggingin og mannfall almennra borgara í stríðinu gegn "hryðjuverkum" er farin að líkjast hörmungunum í seinni heimstyrjöldinni - og þeim staðreyndum er vandlega haldið leyndum fyrir almenningi í dag, rétt eins og þá.


mbl.is Flýja skelfinguna í Raqqa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. ágúst 2017

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 314
  • Frá upphafi: 455316

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 264
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband