"trúverðugar"?

Trúverðugt að fullyrða að blaðamaðurinn hafi "látist eftir átök" við fjölda leyniþjónustumanna Sádanna? 

Mikil hetja má þá þessi blaðamaður hafa verið að ráðast einn gegn öllum þessum þrautþjálfuðu mönnum!

Upp á síðkastið hafa Bandaríkjamenn ekki aðeins talað um að vernda eigin hagsmuni þegar kemur að afskiptum þeirra af málefnum "óvinveittra" þjóða heldur einnig um mannúðarsjónarmið eins og þegar þeir hótuðu nýlega að ráðast inn í Venezuela (til að bjarga venezuelsku þjóðinni frá harðstjórn vondu sossanna þar!).

Fyrst Sádarnir drepa óbreyttan, gagnrýnan borgara í ræðismannsskrifstofu sinni í öðru landi, hvað gera þeir þá ekki um stjórnarandstæðinga í heimalandinu? Er þannig ekki full ástæða til að vernda almenna borgara í Sádí-Arabíu fyir harðstjórn einræðisherranna í Riyad með því að gera innrás í landið og steypa ógeðunum af stóli? 

Í það minnsta ætti að beita þeim hörðum refsiaðgerðinum. Fordæmin til þess eru næg. Má þar nefna viðskiptaþvinganirnar á Rússa fyrir meinta eiturefnaárás á tvö fegðin, sem þó lifðu þá "árás" af. 

Þetta morð á blaðamanninum er það viðurstyggilegasta sem maður hefur heyrt um lengi. Viðbrögð Bandaríkjamanna við því hafa einkennst af hræsni en það kemur svo sem ekki á óvart.
En hvað með hin löndin, hinar viljugu og staðföstu vestrænu þjóðir sem hafa fylgt Kananum í blindni í um þau 20 ár sem hernaðaraðgerðir þessara þjóða hafa staðið í Miðausturlöndum? Ætla þær enn og aftur að taka þátt í þessum tvískinningi? Vernda "vini" hvað sem þeir gera af sér en refsa "óvinum" sínum grimmilega fyrir miklu minni sakir?


mbl.is Segir skýringar Sádi-Araba trúverðugar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. október 2018

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband