Spurning um framherjana

Menn hljóta að setja spurningarmerki við að velja Jón Dag í landsliðshópinn en ekki Arnór Sigurðsson sem er að spila í meistaradeildinni með rússneska meistaraliðinu! 
Þá er Kolbeinn Sigþórs enn í hópnum þó hann leiki ekkert með félagsliði sínu. Björn Bergmann gerir það hins vegar og það í góðu rússnesku liði en er ekki valinn.

Það má búast við að fari að hitna undir Hamrén ef íslenska landsliðið heldur áfram að tapa stórt í þessum tveimur leikjum sem framundan eru!
Spjátringslegur var hann þegar hann stjórnaði sænska landsliðinu og enn leikur hann sama leikinn!


mbl.is Jón Dagur og Albert fá tækifæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki kominn tími á Eyjólf þjálfara?

Eyjólfur Sverrisson er búinn að þjálfa 21. árs liðið í um 10 ár og aðeins einu sinni komið því í úrslitakeppnina á EM. Það var með gullaldarliðinu Gylfa Þór og co.

Enn tekst honum að koma sér hjá því að velja Viktor Karl Einarsson í liðið þrátt fyrir frækilega frammistöðu hans í sænsku b-deildinni. Og val Eyjólfs á liðinu hefur áður vakið furðu svo sem að hafa ekki valið Arnór Sigurðsson fyrr en alveg nýlega, þ.e. löngu eftir að hann varð stórstjarna.

Nú eru aðeins þessir tveir leikir eftir og ekki lengur hægt að komast í úrslitakeppnina. Því hlýtur það að teljast eðlilegt og sjálfsagt hjá KSÍ að reyna nýjan þjálfara.


mbl.is Eyjólfur velur U21 árs landsliðshópinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. október 2018

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 454854

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband