Tilraun til þöggunar?

Merkilegt hve lítið ein helsta baráttukona metoo-hreyfingarinnar vill láta hafa eftir sér um þetta metoo-mál miðað við hve ötul hún hefur verið undanfarið í að gangrýni kynferðislegt áreiti og annað þeim mun verra í garð kvenna.

Spurning hvort hún sé einfaldlega ekki populisti sem reynir að nota sér metoo umræðuna sér til framdráttar í pólitíkinni. Það liggur nærri að meta hlutina á þann veg eftir að hafa séð viðbrögð hennar við máli flokksbróðurins, Ágústs Einars. Reynir að gera sem minnst úr því, lætur sem það er innanflokksmál og þegar afgreitt (af flokknum sjálfum!).
Svo er reyndar annað mál í gangi sem er enn nátengdari Heiði Björgu en sem enginn miðill nema DV hefur fjallað um. 

Trúverðugleiki þessarar konu sem talsmanns metoo-hreyfingarinnar hefur svo sannarlega rýrnað í ljósi þessara frétta. Það virðist gilda eitt fyrir Samfylkingarfólk (fyrirgefning?) en annað fyrir aðra (harðir dómar)...
Það mun kallast einhvers konar "frændhygli" eða kannski einfaldlega tvískinningur. 


mbl.is Samfylkingin hefur tekið fyrir fimm mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. desember 2018

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 454855

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband