Kvosin er nú þekktur rokrass

Þetta er svo sem ágæt tilraun veðurfræðing til að afsaka kolvitlausta vindaspá Veðurstofunnar þennan dag. Það gengur þó ekki vegna árvökuls veðuráhugamanns sem benti á þetta á vefsíðu meistara Trausta Jónssonar. Spáð var 5-13 m/s á höfuðborgarsvæðinu þennan daginn en reyndin var að vindur var mun meiri á fimm veðurathugunarstöðvum á svæðinu. Hann fór mest í 22 m/s á Kjalarnesi og 18 m/s í Geldingarnesi!

Og eins og segir í yfirskriftinni. Það gustar yfirleitt duglega í Kvosinni þegar hann blæs af norðan. Líklega hefur þetta verið versti bústaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sem fyrsti landnámsmaðurinn gat valið sér. Hann hefur svo kynnst því í rölti sínu um nágrennið hve miklu skjólsælla er víða annars staðar á svæðinu.

Það breytir því þó ekki að Hafnartorgið er algjört skipulagsslys, gott dæmi um slæman arkitektúr nútímans og enn betra dæmi um þjónkun núverandi borgaryfirvalda við fjármálaöflin (les braskarana).


mbl.is Rok í Reykjavík af mannavöldum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. desember 2018

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 147
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband