Byrja látalætin!

Eftir afspyrnulélagan leik gegn vængbrotnu liði Þýskalands byrja látalætin og tilraunirnar til að breiða fyrir mjög slæmt og afdrifaríkt tap íslenska liðsins.

Og þjálfarinn, sem á mestu sökina á rangri uppstillingu liðisins og uppleggingu fyrir leikinn, fer þar auðvitað í fararbroddi. Hann segist vera 100% viss um að liðið komist á HM þrátt fyrir að líkurnar eru mjög litlar úr þessu. Liðin sem bíða eru einhver bestu lið í Evrópu og þar með í heiminum, Danmörk, Svíþjóð, Holland osfrv., þ.e.a.s. ef sigur vinnst gegn Tékkum

Við megum búast við alveg sömu viðbrögðum ef þessir leikir tapast. Frammistaða liðsins frábær sama þótt illa fari. 
Þá gleymast allar stóru yfirlýsingarnar: "Við vinnum Þjóðverjana", "100% viss um að við komumst á HM"!

Og fjölmiðlanir spila með að venju ...


mbl.is Stoltur af liðinu og þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðilega lélegur fyrri hjálfleikur hjá (Gr)Íslingunum

Það eru ekki flottheitunum fyrir að fara hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Liðið í nauðvörn nær allan leikinn, boltanum kýlt fram og sama sem ekkert spil innan liðsins (eða "hægja á leiknum eins mikið og hægt er" eins og sérfræðingurinn í stúdíóinu sagði). 
Í liðinu eru mjög veikir hlekkir, svo sem hægra megin þar sem Rakel Hönnudóttir á eflaust einhver slakasta leik ferilsins. Þá sést Berglind varla og Fanndís á mislagðar fætur að venju. 

Freyr þarf að gera róttækar breytingar á liðinu í seinni hálfleik ef liðið á að hafa einhvern sjens - og þar með svo sem að sýna að hann eigi eitthvað erindi sem aðstoðarþjálfari karlaliðsins.

Með svona spilamennsku er ekki heldur von á góðu gegn Tékkunum á þriðjudag.


mbl.is Þýskaland með toppsætið í hendi sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. september 2018

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 72
  • Sl. viku: 225
  • Frá upphafi: 455226

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 185
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband