Sérkennileg liðskipan!

Það sem stingur mest í augun eru kantmennirnir. Ari Freyr kominn á vinstri kantinn og Rúnar Már á þeim hægri. Bakvörður og varnarsinnaður miðjumaður! Átta manns í vörn?

Enn heldur Hannes sæti sínu þótt hann komist ekki einu sinni í leikmannahópinn hjá nýju liði sínu (í Kazakstan!).
Og tæknitröllið Jón Daði einn frammi!

Það verður allavegana ekki leifrandi sóknarleikur hjá íslenska karlaliðinu í knattspyrnu! Vonandi bæta Belgarnir það upp (þó besti maður þeirra sé ekki með).

0-2! Eftir ágæta byrjun hefur sigið á ógæfuhliðina. Sverrir Ingi átti alla sök á fyrra markinu (vítinu). Eiður og co töluðu um að hann væri sjálfsagður arftaki Kára en Rósenborgarleikmennirnir hlógu á sínum tíma þegar þeir heyrðu að Sverrir væri tekin framfyrir Hólmar Örn. 
Seinna markið var svo Hannesi að kenna sem heldur engum bolta heldur slær hann beint út í teig, rétt eins og á móti Sviss.

Og þriðja markið kom eftir skelfilegt úthlaup Hannesar þar sem boltinn barst til Gylfa Þórs sem sýndi sitt gamla kæruleysi sem leiddi til marks.

Það eru margir í íslenska liðinu sem hafa þar ekkert erindi. Hannes í markinu, Birkir Bjarna og Sverrir Ingi.
Hlutur Hannesar er sér á parti. Alveg sama hve slakur hann er, alltaf hlífir pressan honum (9 mörk í tveimur leikjum, en ekkert honum að kenna!). En ef einhverjir aðrir íslenskir landsliðsmarkmenn fá mark á sig þá eru þau öll þeim að kenna!

Fyrsti tapleikurinn heima í fimm ár - og afsökunin er nú sú að andstæðingarnir eru svo "ógnarsterkir", "heimsklassa lið"!


mbl.is Lukaku skoraði tvö í sigri Belga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðum aukið?

Þær eru margar æsifréttirnar, ekki síst í gulu pressunni.
Kærasta Bendtners segir allt aðra sögu og gefur ekki fallega mynd af leigubílstjóranum:
"Han laver en U vending og speeder efter os og råber ting som luder og bitch og kælling. Til sidst kører han ind foran os og springer ud af bilen og kaster en flaske imod mig. Den rammer ikke, men det er tæt på. Derefter farer han frem mod os og min mand slår ham en gang og rammer åbenbart meget uheldigt."
https://www.instagram.com/p/BnjNvHrj46_/?utm_source=ig_share_sheet&igshid=kt06d1sm58o

 


mbl.is Bendtner sakaður um að kjálkabrjóta leigubílstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. september 2018

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 454854

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband