Ofmatið á Aroni

Þessi dýrkun og væntingarnar á Aroni eru að verða ansi þreytandi. Enn og aftur er talað um hve mikilvægur hann sé liðinu og svo núna að hann verði að sýna sitt rétta andlit á morgun, þessi einn besti handboltamaður í heimi! Hið rétta, um hversu virtur hann er úti í hinum stóra heimi, er það að hann fær lítið að spila með félagsliði sínu (sjá t.d. á SportTV) og þá alltaf sem leikstjórnandi en ekki skytta (eins og hjá íslenska landsliðinu).

Hið rétta kemur svo alltaf í ljós í leikjum íslenska landsliðsins. Aron er mjög óagaður leikmaður, með ótímabær og oft klúðursleg skot, auk kæruleysislegra sendinga eins og svo oft gerðist í þessum leik. Hann er greinilega ofmetinn hér heima.

Besti kafli landsliðsins var í byrjun þegar Aron var rekinn útaf og Ólafur Guðm. kom inná í skyttuhlutverkið. Staðan fór þá fljótt í 6-3 og síðan í 7-5. Þá var Ólafur tekinn útaf og Aron kom inná og um leið byrjuðu vandræðin!

Athgylisvert er að enn er ekkert talað um Ólaf sem mikilvægan hlekk í liðinu. Kannski skiljanlegt í ljósi þess hvað Guðmundur notar hann lítið en mjög sérkennilegt miðað við leikinn gegn Spánverjum þar sem Óli átti stórleik og skoraði sex mörk þrátt fyrir að fá ekki einu sinni að spila sem samsvarar einum hálfleik!

Það er eins og menn vilja ekki láta neinn skyggja á Aron - og/eða Aron ekki láta skyggja á sig. Spurning hvort Ólafur sé ekki lagður í einelti af Aroni og enginn þori að taka á því vandamáli. A.m.k. er furðulegt að láta einn leikmann ráða svona miklu um liðið og uppstillingu þess, sérstaklega í ljósi þess að Guðjón Valur er ekki með, sem einnig var í þessari klíkustarfsemi með Aroni.

Svo segja sögurnar að Guðjón Valur sé ekkert meiddur heldur að hann þurfi að svara til saka frammi fyrir eiginkonu sinni, hvað svo sem er hæft í því.
Hvað með það. Allavega sakna ég hans ekki. Ég myndi ekki heldur sakna Arons. Þá væri tveimur hrokagikkjum færra í íslenska handboltalandsliðinu.


mbl.is Barningssigur á japanska landsliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. janúar 2019

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 40
  • Sl. sólarhring: 92
  • Sl. viku: 262
  • Frá upphafi: 455263

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 219
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband