Blessað handboltalandsliðið - og Aron!

Fyrra hálfleik lokið og Ísland tveimur mörkum undir. Aron Pálma byrjar að klikka á skoti og svo sendingu - og síðan litlu seinna á skoti. Síðan skot í stöng á 20. mín. og enn situr Ólafur Guðm. á bekknum (og í æfingartreyjunni). Svo talar kjáninn hann Logi um að Gísli Kristjáns sé að spila vel (og stelpan í "settinu" flissar eins og venjulega)!

Óli kemur fyrst inná í vörnina á 24. mín, og í sóknina í stað Arons en aðeins í mínútu eða svo, og var þá tekinn útaf! Og afsaknirnar byrja í settinu: "við vissum að þetta væri erfitt í dag".

Svo er það Aronsdýrkunin hjá lýsandanum Einari Erni: "skotin ekki alveg búin að liggja fyrir Aron". Og svo loks þegar hann skoraði undir lok hálfleiksins: "Aron hleður í skot. Fyrirliðinn stimplar sig inn. Firnafast skot. Negla frá Aroni Pálmarsyni". Þetta heyrir maður ekki um aðra leikmenn!

Með svona "sérfræðinga" er ekki von á góðu!


mbl.is Ísland í milliriðlakeppni HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og sá ofmetnaðasti?

Spurning hvað Aron gerir í dag gegn Makedóníu. Lélegur eins og gegn Japan eða þokkalegur eins og gegn Króötum í fyrsta leiknum?

Svo er spurning hvað Guðmundur noti hann mikið, láti hann spila þrátt fyrir öll mistökin eða leyfi Ólafi Guðm. að bera uppi sóknarleikinn.

Einnig má minna á stórleik Rúnars Kára á EM fyrir tveimur árum. Nú kemst hann ekki í liðið, einhverra undarlegra hlut vegna, með þeim afleiðingum að styttustaðan hægra megin er vandamál.

Kannski Gummi sjái eftir því nú þegar eða þá á eftir ef illa fer ...


mbl.is Telur Aron 10. besta handboltamann í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. janúar 2019

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 220
  • Frá upphafi: 455370

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 180
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband