Hvaða ofsaveður?

Hér er fullyrt að ofsaveður gangi nú yfir landið - sem hlýtur að þýða landið allt.

Hér á höfuðborgarsvæðinu átti versta veðrið að skella á kl. 15. Flugferðum til útlanda hefur verið aflýst frá þeim tíma, kallað eftir því að fólk sæki börn sín í skóla eða leikskóla helst í hádeginu, stofnanir lokaðar og prófum í HÍ frestað, allt vegna "veðurofsans".

Reyndin er hins vegar sú að í Reykjavík kl. 15 var meðalvindur ekki nema 6 m/s og versta veðrið á rokrassinum Geldingarnesi eða 19 m/s. Spáin hljóðaði hins vegar uppá 21 m/s hjá Veðurstofunni (kl 15) og enn hærri hjá þeim sem reyndu að trompa hana.

Svo kom yfirlýsing frá helstu veðurfræðingum þessa lands um að lítið sé að marka norsku veðurstofuna yr.no sem aðeins spáði 9-10 m/s í borginni. Það virðist þó heldur of mikið í lagt hjá þeim norsku ef eitthvað er, amk eins og er!

Svo má auðvitað benda á hvað varðar "ofsaveður um allt land" að nær því logn er á Austurlandi og Austfjörðum en samt er þar "appelsínugul" viðvörun.

Já þeir eru snillingar hjá Veðurstofunni og Almannavörnum svo sem einnig - og svo sem einnig þeir sem hlaupa eftir þessari sjúklegu athyglisþörf veðurfræðinganna!

 


mbl.is Rauð viðvörun í gildi á Norðurlandi eystra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. desember 2019

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 185
  • Frá upphafi: 455112

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 158
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband