Strax ráðist á nýja þjálfarann?

Merkilegt þessi viðbrögð eftir fyrsta tapið hjá nýja þjálfaranum! Á meðan Freyr Alexandersson var þjálfari var lítið fjallað um slaka frammistöðu liðsins undir hans stjórn miðað við árangurinn á tíma Sigurðar Eyjólfssonar, en undir stjórn Sigurðar komst liðið tvisvar í úrslit á EM (2009 og 2013) - og áfram upp úr riðlinum í fyrra mótinu. Samt var Sigurður látinn fara!

Freyr kom hins vegar landsliðinu aðeins einu sinni í úrslit þar sem liðið tapaði öllum leikjunum. Síðasta mót hans sem landsliðsþjálfara olli svo miklum vonbrigðum eftir góða byrjun. Eitt stig úr síðustu tveimur heimaleikjum var ekkert til að hrópa húrra yfir - en ennþá heyrðust engar gagnrýnisraddir - og þjálfarinn hækkaður í tign í kjölfarið!

Já, það gildir ekki sama um Frey og Jón Þór.
Merkilegir annars þessir silkihanskar á Frey - sem enn eru notaðir á hann sem aðstoðarþjálfara karlalandsliðins, þó liðið hafi ekki unnið leik í meira en heilt ár!!


mbl.is Viðvörunarbjöllurnar hringja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. mars 2019

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 245
  • Frá upphafi: 455361

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 195
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband