"miklum vonbrigðum"?

Merkileg þessi meðvirkni Moggans með Skúla. Það hefur lengi verið ljóst að skuldabréfaútboð Skúla var einn stór blekkingarleikur, sjónarspil til að fela að félagið var í raun gjaldþrota, skollaleikur til að missa ekki flugfarþega næstu mánuðina.

Í stað þess að upplýsa um gjaldþrotið var flugfélagið sagt metið á 44 milljarða, talað um 90 milljarða tekjur á komandi ári og að stefnt væri að 22-33 milljarða hlutafjárútboði!

Þegar upp var staðið höfðu ekki margir bitið á agnið en þó safnaðist 5,4 milljarðar (og enn var logið til um að útboðið stefndi í 7,7 milljarða) - sem nú er nær allt tapað fé.

Þetta reyndist sem sé einn stór blekkingarleikur. Við ætlaða yfirtöku Icelandair á flugfélaginu var Wow-air metið á 2,1 milljarð! Sjaldan hefur verið logið eins miklu síðan fyrir Hrun um stöðu fyrirtækis, eða upp á heila 42 milljarða!

Og eins og fyrir Hrun spila fjölmiðlarnir með (a.m.k. Mogginn) og hjálpa til við falsfréttirnar: Kröf­urnar hafi komið Skúla "veru­lega á óvart" og ollið hon­um "mikl­um von­brigðum"!

 

 


mbl.is Tugprósenta afskriftir í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. mars 2019

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 302
  • Frá upphafi: 455304

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 254
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband