Stórstjarnan sökudólgurinn!

Mikið hefur verið látið með Aron Pálmarsson, sérstaklega eftir fyrsta leikinn. Skiljanlegt kannski vegna þessa að hann gerði 10 mörk en í 17 skotum og amk þrjár misheppnaðar sendingar. 
Minna var fjallað um Aron í leiknum gegn Rússum enda gerði hann ekkert mark gegn þeim þó hann hafi leikið nær allan leikinn.

Svo er það tapleikurinn gegn Ungverjum. Fjögur mörk hjá Aroni en amk átta misheppnuð skot og/eða sendingar. Samt látinn spila nær allan leikinn.

Óhætt er að segja að dýrkunin á Aroni hafi verið stærsta orsök tapsins - auk stjórnunar Guðmundar á leiknum.
Undarlegt byrjunarliðsval (Elvar Örn, næstum nafni Einars Arnar sem dýrkar þennan næstum-nafna sinn "sjáðu fótavinnuna", látinn byrja þrátt fyrir fjöldamörk mistök í síðasta leik - og svo auðvitað einnig í þessum) og innáskiptingarnar. Haukur litli t.d. settur inná þegar fór að blása á móti, osfrv. 

Spái því að liðið fá ekki fleiri stig í þessu móti - og að þjálfarinn verði rekinn.

Alfreð Gísla er jú á lausu ...


mbl.is Bakslag gegn Ungverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. janúar 2020

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 149
  • Frá upphafi: 455372

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 122
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband