Þetta er hætt að vera gaman

Ljóst er að þetta eldgos á eftir að valda bændum á öskusvæðinu miklum búsifjum - og kominn tími til að gera einhverjar ráðstafanir með búpening á svæðinu, nú þegar allt er farið að gróa og sauðburður kominn vel á veg.

Ég hef verið að leita að upplýsingum frá bú- og jarðvísindamönnum um mögulegar afleiðingar á langvarandi gosi en lítið fundið - nema það að svo virðist sem allir hafi búist við stuttu gosi og því þyrfti ekki að gera neinar ráðstafanir. Gott dæmi um þetta er úttekt sem kennarar á Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri gerðu um 20. apríl, eða fyrir 3 vikum, en þar segir m.a.:

"Hætta á flúoreitrun með fóðri er hverfandi á svæðinu þegar komið verður fram á sumar. Plöntur taka þetta efni fyrst og fremst upp í gegnum græn blöð en ekki úr jarðvegi. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að flúormagn í gróðri fellur hratt í kjölfar öskufalls þar sem flúor skolast út og binst í jarðvegi. Fóður sem aflað verður á svæðinu í sumar ætti því að vera með öllu hættulaust fyrir búfé."

Nú er liðinn langur tími, plöntur farnar að taka við sér en öskufall jafn mikið og við upphaf goss - og gæti þess vegna staðið í allt sumar. Verður þá fóður varla "með öllu hættulaust fyrir búfé"

Nemendur við skólann tóku sýni af flúormagni á öskusvæðinum þann 3. maí síðastliðinn sem sýnir að flúorinn er langt yfir hættumörkum.

Annars hefur verið ótrúlega lítið gert í rannsóknum síðan um 20. apríl og virðast sérfræðingar og ábyrgðaraðilar í landbúnaðargeiranum ekki vita sitt rjúkandi ráð. Reynt er að gera lítið úr málinu og engar ráðstafanir gerðar hvað sumarið varðar. Stefnir allt í það að búfé verði á húsi allt sumarið ef landbúnaðargeirinn fær að ráða.

Bændur, er ekki kominn tími til að mótmæla þessu sleni ráðamanna?


mbl.is Kolniðamyrkur við jökulinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvenær var þetta gaman?

Sigurður Haraldsson, 13.5.2010 kl. 23:44

2 identicon

Þetta var og er gaman hjá mönnum eins og Ómari Ragnarssyni og Haraldi Sigurðssyni eldfjallafræðingi sem enn tala um þetta gos sem túristagos sem eigi að opna aðgang að fyrir almenningi.

Auk þess hefur verið gaman hjá fjölmiðlafólki og fleirum sem tala um stórkostlegt gos, mikilfenglegt sjónarspil og svo framvegis.

Þá virðist þetta vera lítið mál fyrir búnaðarráðunaut svæðisins, sem gerir lítið með neyð bænda og ástand búfénaðarins, og fyrir ráða- og vísindamenn sem gera engar ráðstafanir um brottflutning skepna frá svæðinu, eða gera rannsóknir og upplýsa um þróun mála.

Almannavarnir eru með viðbragðsáætlanir fyrir fólk sem býr í meira en 200 km fjarlægð frá gosstöðinni en Landbúnaðargeirinn ekki með neinar slíkar áætlanir fyrir bændur og dýr sem eru mitt í mekkinum.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 07:07

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Torfi það er einmitt málið fjölmiðlar og flestir fréttamenn eru ekki með öllum mjalla þegar þeir flytja fréttir af svona atburðum!

Sigurður Haraldsson, 14.5.2010 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 149
  • Frá upphafi: 455372

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 122
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband