Landsbankinn og Jón Ásgeir

Er hér komin skýringin á því af hverju ekkert er gert í málefnum Landsbankans, eina bankans sem svo er ástatt fyrir. Þorir skilanefndin ekki að hreyfa sig vegna tengslanna við Jón Ásgeir?

Það að hafa fengið Jón Ásgeir til að sita fyrir sig í stjórn þessara fyrirtækja er slíkur skandall að fólk hlýtur að krefjast þess að skilanefndin segi af sér, eða verði rekin. Þetta er jú eini "ríkisbankinn" svo heimatökin ættu að vera hæg fyrir stjórnvöld ef skilanefndin þráast við að sitja.

Ef ekkert verður að gert þá fer ríkisstjórnin að fá á sig spillingarstimpilinn og er þá ekkert betri en fyrri stjórn.


mbl.is Jón Ásgeir segir sig úr stjórn House of Fraser
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þessi stjórn er þegar komin með spillingarstimpil, það hefur sennilega engin stjórn stundað jafn mikla spillingu og náð fram að koma sínu fólki að á jafn stuttum tíma og þessi stjórn.

Landsbankinn er í eigu ríkisins, meðan þessi stjórn e við völd verður ekki gerð breyting á slitastjórn hans. Jón Ásgeir hefur verið tryggur stuðningsmaður annars stjórnarfloksins og er enn, því verður honum ekki refsað af hálfu stjórnarinnar. 

Hvort slitastjórn bankans fari gegn vilja stjórnvalda og setji fram gögn um hverjir hinu seku eru í falli Landsbankans verður að koma í ljós, en líklegt er að það bíði þar til ný stjórn sest að völdum.

Gunnar Heiðarsson, 14.5.2010 kl. 10:20

2 identicon

Þetta með að J.Á.J. skyldi hafa setið í stjórn The House of Fraser í umboði Skilanefndar Landsbankans er einmitt það sem ég skil hreinlega ekki.

Skilanefndin hlýtur að vera tilbúin með einhverjar skýringar á umboðinu og það væri forvitilegt að vita hverjar þær kynnu að vera?

agla (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 79
  • Sl. viku: 234
  • Frá upphafi: 455235

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 192
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband